Frétt

Leiðari 9. tbl. 2002 | 27.02.2002 | 14:01Af misjöfnu þrífast ...

,,Á misjöfnu þrífast börnin best“ er gamalt málæki sem lýsir því viðhorfi að brýnt sé að þola mótlæti til að ná eðlilegum þroska. Við almenna notkun var það gjarnan tengt viðurgerningi ekki síst á þeim tímum þegar talsvert skorti á að allir hefðu nóg að bíta og brenna. En nú hefur þetta rótgróna íslenska máltæki tekið breytingum og fengið nýja merkingu: Af misjöfnu þrífast mennirnir best.

,,Við verðum að hafa pínulítið svigrúm fyrir létta spillingu (enda) af misjöfnu þrífast mennirnir best“, sagði DV-maðurinn, Reynir Traustason, sem um nokkurt skeið hefur upplýst lesendur blaðsins um, að því er virðist, nokkuð frjálslega umgengni nokkurra manna í opinberri þjónustu með almannafé, í morgunþætti Stöðvar 2 í síðustu viku.

Uppljóstranir DV hljóta að vera áfall fyrir þjóð, sem fyrir stuttu taldi sjálfri sér trú um að spilling í opinberri umsýslan væri hér lítil og að Íslendingar væru miklu heiðarlegri en flestar aðrar þjóðir í þessum efnum. (Enda erum við alltaf bestir og fremstir, þá að er spurt.) Þjóðin hefur nú vaknað upp við vondan draum. Uppákoman hjá Landssímanum, Þjóðmenningarhúsinu og Þjóðskjalasafninu hefur gjörsamlega gengið fram af fólki. Almenningur er hneykslaður og reiður.

Þótt ekki þurfi nema einn gikk í hverja veiðistöð, kemur engum til hugar að dæma alla vermenn út frá því sem DV hefur dregið fram í dagsljósið. Sem betur fer eigum við fjöldan allan af mætu fólki í opinberum störfum, sem sinnir starfi sínu af trúmennsku og kostgæfni. Eflaust er hægt að færa rök fyrir því að heimilarmaður DV hjá Landssímanum hafi brotið af sér. Sitji hann aftur á móti einn uppi með ábyrgð í símamálinu hljóta að vakna spurningar um hvert stefnir í þessu þjóðfélagi.

Biðjum ekki um að kaleikurinn verði frá okkur tekinn. Biðjum heldur ekki um lögregluríki þar sem óttinn við yfirvaldið yfirskyggir allt líf okkar. Auðvitað mun fólk halda áfram að misstíga sig einhvern tíma á lífsleiðinni, á dyggðanna hálu braut. Þetta er nú einu sinni hluti af eðli mannsins. En til þeirra, sem taka að sér opinber störf í þjóðar þágu hljótum við að gera ákveðnar og strangar kröfur í öllu er lýtur að vörslu opinberra eigna. Undan því verður ekki vikist.

Það er aftur á móti grafalvarlegt ef það skyldi vera framtíðarsýn íslensku þjóðarinnar að ,,á misjöfnu þrífist mennirnir best“ (meðan ekki kemst upp um þá) og þarf þá enginn að efast um breytta merkingu hins gamla máltækis, sem lifað hefur með þjóðinni um aldir.
s.h.


bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli