Frétt

mbl.is | 25.02.2002 | 21:46Guðmundur leystur frá störfum tímabundið

Guðmundur Magnússon hefur verið leystur frá störfum forstöðumanns Þjóðmenningarhúss tímabundið. Davíð Oddsson forsætisráðherra upplýsti þetta í ræðustóli á Alþingi rétt í þessu. Sveinn Einarsson, rithöfundur, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri, hefur verið skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhússins um stundarsakir. Bréf forsætisráðherra til Guðmundar Magnússonar, forstöðumanns Þjóðmenningarhússins, er svohljóðandi:
Ríkisendurskoðun hefur í hjálagðri greinargerð, dags. 4. þ.m., gert alvarlegar athugasemdir við fjárreiður, störf og aukastörf yðar sem forstöðumanns Þjóðmenningarhússins. Þau atriði, sem þar um ræðir, varða sérstaka vinnu eða verkefni fyrir Þjóðmenningarhúsið annars vegar og Þjóðskjalasafnið hins vegar, tímabundinn ráðningarsaming við eiginkonu yðar auk verktakagreiðslna til hennar, lántöku yðar úr sjóði stofnunarinnar, ferðakostnað, sem ekki tengist stofnuninni, og greiðslur fyrir akstur.

Greinargerð þessi var birt yður með erindi mínu til yðar, dags. 7. s.m., þar sem fram kom að fallist væri á niðurstöður Ríkisendurskoðunar og talið að sú framkvæmd, sem stofnunin gerði athugasemdir við, væri í mörgum tilvikum ámælisverð. Auk þeirra athugasemda, er fram koma í greinargerð Ríkisendurskoðunar, hefur stjórn Þjóðmenningarhússins jafnframt lýst því yfir, að samþykkt er hún gerði, um greiðslu eftirvinnu til yðar, hafi byggst á röngum upplýsingum frá yður.

Með vísan til framangreindrar greinargerðar Ríkisendurskoðunar og þeirra athugsemda sem stofnunin gerir varðandi embættisfærslu yðar og yfirlýsingar stjórnar Þjóðmenningarhússins um upplýsingagjöf yðar til hennar, er yður hér með veitt lausn frá embætti um stundarsakir skv. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Ákvörðun þessi er hér með birt yður og öðlast þegar gildi.

Mbl.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli