Frétt

mbl.is | 09.11.2006 | 16:57Reykjavík ákveður að styrkja þátttöku barna og unglinga í æskulýðs- og íþróttastarfi

Borgarráð samþykkti í morgun að fela íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur um nýtt styrktarkerfi, svokallað frístundakort, vegna þátttöku barna og unglinga í æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfi í borginni. Miðað er við að innleiðing kortsins hefjist um mitt næsta ár og er miðað við að framlagið verði 40 þúsund krónur á hvert barn 1. janúar 2009. Miðað er við að markhópur frístundakortsins verði aldurshópurinn 6-18 ára. Innleiða á frístundakortið í þremur áföngum. Á sá fyrsti að hefjast haustið 2007 og er miðað við 12 þúsund króna framlag til aldurshópsins. Annar áfangi á að hefjast 1. janúar 2008 og verður þá miðað við 25 þúsund króna framlag. Þriðji og síðasti áfangi á að hefjast 1. janúar árið 2009 og á þá að miða við 40.000 króna framlag til aldurshópsins 6-18 ára.

Fjárhagsrammi í hverjum hinna þriggja áfanga, miðað við 70% nýtingu styrkjanna, verður 180 milljónir árið 2007, 400 milljónir árið 2008 og 640 milljónir árið 2009.

Gert er ráð fyrir að tillögurnar um útfærsluna verði lagðar fyrir íþrótta- og tómstundaráð og borgarráð fyrir 1. desember.

Allir fulltrúar í borgarráði lýstu sig fylgjandi tillögunni og fór svo að hún var borin upp af öllum borgarráðsfulltrúum. Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins létu m.a. bóka, að þeir fögnuðu tilkomu Frístundakortsins og þeirri pólitísku samstöðu, sem hafi náðst í borgarráði um framkvæmd þessa mikilvæga máls.

„Frístundakortin geta valdið ákveðnum straumhvörfum í æskulýðs- og íþróttastarfi í borginni, því með tilkomu þeirra verður aðbúnaður og aðstaða barna og unglinga í borginni í fremstu röð og öruggt má telja að fjölmargir úr hópi æskufólks muni nú sjá tækifæri sem þeir hafa ekki haft til þess að taka þátt í íþróttum, listnámi eða annarri viðurkenndri tómstundastarfsemi. Frístundakortið ætti þannig ekki aðeins að auka þátttöku í hollri og uppbyggilegri frístundaiðju, heldur stuðla að fjölbreyttum tækifærum og bættu aðgengi að þeim gæðum sem slíkri starfsemi fylgir og Reykjavíkurborg styrkir fjárhagslega. Að auki ætti Frístundakortið a geta orðið liður í því að jafna hlut kynjanna í íþrótta- og æskulýðsstarfi, ásamt því sem sérstaklega verður horft til þess að hvetja börn af erlendum uppruna til aukinnar þátttöku í slíku starfi," segir í bókuninni.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli