Frétt

bb.is | 08.11.2006 | 15:13Kirkjan á Stað í Aðalvík í bráðri hættu vegna skemmda

Staðarkirkja í Aðalvík.
Staðarkirkja í Aðalvík.
Átthagafélög Sléttuhrepps óttast að kirkjan á Stað í Aðalvík sé í bráðri hættu vegna skemmda og hafa því óskað eftir styrk frá fjárlaganefnd Alþingis til viðgerða. Samkvæmt helstu niðurstöðum úttektar á ástandi kirkjunnar sem gerð var 4.-6. ágúst þær að ástand kirkjunnar er verra en óttast var og jafnframt eru skemmdir þess eðlis að kirkjan gæti fokið eða fallið saman ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. Skemmdirnar má einkum rekja til lágra og lélegra sökkla undir norðurhlið kirkjunnar sem leitt hafa til mikils fúa í fótstykkjum, veggstoðum og timburklæðningu undir bárujárni. Heildarkostnaður við viðgerðina er áætlaður 10.929.496 krónur.

Að auki þarf að gera við glugga kirkjunnar. Skemmdir og vinnulag við friðað hús eins og Staðarkirkju eru þess eðlis að kalla þarf til sérmenntaða iðnaðarmenn t.d. til grunnhleðslu og viðgerða á grind og gluggum. Guðmundur L. Hafsteinsson, arkitekt hefur sett fram greinargerð um ástand Staðarkirkju, sett fram stefnumörkun og áætlun um viðgerð hennar, framkvæmdum við viðgerð lýst og tekinn saman efnislisti og framkvæmdakostnaður metinn. Húsafriðunarnefnd hefur samþykkt greinargerðina.

Staðarkirkja í Aðalvík var byggð árið 1904 og um 1930 var byggður við hana kór og veggir klæddir bárujárni. Sóknarmenn kostuðu byggingu kirkjunnar og síðan að byggð lagðist af í Aðalvík hefur Átthagafélag Sléttuhrepps haft umsjón með kirkjunni og viðhaldi hennar. Félagið starfar í tveimur deildum, önnur er á Ísafirði en hin í Reykjavík. Að auki hefur félagið umsjón með og kostar viðhald á prestbústaðnum á Stað sem byggður var 1909 og er í eigu ríkissjóðs og skólahúsi sem heimamenn byggðu um 1930. Félagið ber því ábyrgð á og kostar viðhald þriggja húsa í Aðalvík og er eitt þeirra, Staðarkirkja, friðað síðan 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.

Byggingarlistarleg og menningarsögulegt gildi Staðarkirkju er mikið og umhverfislegt gildi hennar er ekki síðra. Vilji og áhugi félagsmanna til að halda við kirkjunni er ótvíræður en verkefni að þessari stærðargráðu er félaginu um megn komi ekki til verulegur fjárstyrkur til framkvæmda á móti sjálfboðavinnu félagsmanna. Er því vinsamlegast farið fram á það við fjárlaganefnd að nefndin leggi fram tillögu á hinu háa Alþingi um fjárstyrk til viðgerðar Staðarkirkju í Aðalvík í ljósti hinna umfangsmiklu skemmda á kirkjunni og sérstöðu þessa verkefnis.

Formaður Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík er Þórólfur Jónsson en formaður Átthagafélagsins á Ísafirði er Andrea Harðardóttir. Félögin hafa náið samráð og standa sameiginlega að ýmsum atburðum, eignum og stærri hagsmunamálum í fyrrum Sléttuhreppi.

thelma@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli