Frétt

Stakkur 45. tbl. 2006 | 09.11.2006 | 09:14Prófkjör, konur og kostnaður

Alþingi Íslendinga setur lög og til þess er kosið samkvæmt stjórnarskrá. Það skal gerast ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Listakosningar eru lögskipað fyrirkomulag og með einhverjum hætti verður að velja á framboðslista. Frá 1845 er Alþingi var endurreist sem ráðgjafarþing voru þingmenn kosnir úr einmenningskjördæmum. Hver sá er uppfyllti skilyrði til að bjóða sig fram gat gert það. Tími einmennings kjördæma leið undir lok árið 1959. Þá rann upp skeið framboðslista, sem við þekkjum vel. Notaðar hafa verið ýmsar leiðir til að setja saman framboðslista. Framan af stilltu flokkar og samtök um framboð upp á lista eins og kallað er. Svo hafa þau reynt margs konar prófkjör.

Prófkjör eins og þekkjast í dag, en þau hefur einkum Sjálfstæðisflokkur notað, eru oft gagnrýnd. Þau eru sögð kosta of mikið, einkennast af skrumi og átökum og hafa í för með sér heiftúðug átök. Vissulega er sum gagnrýnin réttmæt. En þá má ekki gleyma því, að prófkjör gefur nýju fólki tækifæri til að komast í framboð á eigin forsendum. Oft þarf þó fólk þarf að sanna sig vettvangi stjórnmálaflokks sem það vill bjóða sig fram fyrir. Sjálfstæðisflokkur hefur vafalítið mesta reynslu af prófkjöri og hefur bæði notað opið prófkjör, skilyrt við skriflegar stuðningsyfirlýsingu kjósanda og þá aðferð að eingöngu skráðum félögum sé heimilt að kjósa, velja frambjóðendur og raða þeim í sæti. Einnig gilda reglur um það hve mikillar þáttöku sé krafist til að prófkjörið teljist bindandi og ekki verði vikið frá niðurstöðu.

Þá kemur að einni helstu gagnrýni á prófkjör. Hún er sú að jafnrétti kynja sé ekki tryggt með þessum hætti. Það er rétt. Hafið er yfir allan vafa sé kjósendum sýnt það traust að velja frambjóðendur, ber að fara eftir því. Það segir hins vegar ekkert til um það hver sé besta aðferðin. Samfylkingin er að horfast í augu við þá staðreynd að ekki er unnt að handstýra niðurstöðu prófkjörs og ein þeingkvenna hennar er fallin út af Alþingi að óbreyttu. Formaður Samfylkingar hefur lengi gagnrýnt hlut kvenna á framboðslistum Sjálfstæðiflokks. Nú blasir veruleikinn við. Hvers vegna er hlutur kvenna rýrari? Ef til vill er það vegna þess að konur þurfa að hugsa eins og karlar til að komast í gegnum prófkjörsslag, en gera það ekki. Hvaða aðferðir nota karlar sem konur nota ekki? Er það kostnaðurinn sem heldur konum frá slagnum eða er það eitthvað annað?

Kostnaður kann að vera konum torleystara viðfangsefni en körlum. Er tengslanet kvenna ekki inn í hópa þeirra sem geta ráðstafað fé? Hver sem svörin kunna að vera er ljóst að konum er brýnt að setjast niður og huga sitt ráð rækilega og læra á prófkjör og baráttuna sem dugar til árangurs. Svo einfalt er það.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli