Frétt

Leiðari 45. tbl. 2006 | 09.11.2006 | 09:11Við hljótum að mótmæla

Þótt eftir því sé munað annað veifið að börnin sem erfa eiga landið séu framtíðin og að mennt sé máttur þá eykst umhyggjan fyrir erfingjunum til muna eftir því sem nær dregur kosningum til Alþingis hverju sinni. Svona er þetta nú bara eins og í svo mörgu öðru. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, reit nýverið grein á bb.is.: ,,Nýtt upphaf á sunnanverðum Vestfjörðum“. Eftir að hafa bent á nauðsyn menntunar í samfélagi sem stöðugt krefst meiri sérþekkingar víkur ráðherrann að nýjasta dæmi stjórnvalda til að auðvelda aðgengi ungmenna á suðurfjörðum Vestfjarða að menntun, opnun framhaldsskóladeildar í Vestur Barðastrandasýslu í tengslum við Fjölbrautarskóla Snæfellinga, Grundarfirði. Deildin verður staðsett á Patreksfirði. Ráðherrann kveður þetta hreina byltingu.

Það er vissulega gleðilegt að unglingar á sunnanverðum Vestfjörðum eigi loks kost á framhaldsskólanámi á Patreksfirði. Það er mikill léttir fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Vonandi verður byltingarskrefið þar ekki stigið til baka líkt og reyndin virðist nú með Menntaskólann á Ísafirði. Annað árið í röð fara framlög á fjárlögum Alþingis til skólans minnkandi. Á fjárlögum ársins 2007 er gert ráð fyrir 4,1% minna framlagi til skólans en var á fjárlögum síðasta árs. Frá 2005 nemur lækkunin 11%. Við upphaf síðasta skólaárs voru skráðir nemendur MÍ 322. Viðmið menntamálaráðuneytisins var þá 42 nemendum færra. Í ár stunda 320 nemendur nám eða sami fjöldi og á síðasta skólaári. Þrátt fyrir þessar staðreyndir situr ráðuneytið við sinn keyp og heldur áfram að draga úr framlögum til Menntaskólans. Skref fyrir skref er þrengt að starfseminni. Hvað liggur að baki?

Hugmyndin um Ísafjörð sem þekkingarsvæði og byggðakjarna hefur verið stjórnmálamönnum töm á tungu í heimsóknum þeirra vestur. Og ekki hefur skort undirskriftirnar. Háskólasetri hefur verið komið á laggirnar og ekki fyrir það tekið að fullgildur háskóli líti dagsins ljós er fram líða stundir. Varla fellur það að framtíðarsýninni um Ísafjörð sem byggðakjarna og skólabæ að draga árlega úr getu Menntaskólans til að sinna hlutverki sínu.

Ávinningurinn á sunnanverðum Vestfjörðum réttlætir ekki bakslagið við Menntaskólann á Ísafirði; skóla sem hefur verið í stöðugri sókn undanfarin ár. Látum við þetta ganga þegjandi og hljóðalaust yfir okkur? Hvað segja þingmenn Vestfirðinga? Hver eru viðbrögð sveitarstjórna á Vestfjörðum?

Menntaskólinn á Ísafirði var settur í 37. sinn í haust. Margsinnis hefur verið rifjað upp hversu hart var barist á móti því að Vestfirðingar fengju menntaskóla. Í baráttunni fyrir háskóla höfum við mætt sömu þröngsýninni. Vísasti vegurinn til að hefta framgang háskólamálsins er að draga máttinn úr Menntaskólanum. Við hljótum að mótmæla!
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli