Frétt

maddaman.is - ritstjórnargrein | 23.02.2002 | 14:33Prófkjör Samfylkingarinnar

Sigfús Ingi Sigfússon.
Sigfús Ingi Sigfússon.
Stefán Jón Hafstein var ótvíræður sigurvegari í þessu prófkjöri. Hlaut hann mikinn og óumdeildan stuðning í efsta sæti Samfylkingarinnar og verður því í þriðja sæti R-listans. Í öðru sæti í prófkjörinu og í fjórða sæti R-listans verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Helgi Hjörvar lenti svo í þriðja sæti í prófkjörinu og skipar því níunda sæti R-listans. Hverjir skipa sæti framsóknarmanna og vinstri grænna á R-listanum kemur í ljós á næstu dögum og vikum.
Úrslitin í prófkjöri Samfylkingarinnar koma án efa ýmsum töluvert á óvart. Reyndar höfðu margir áttað sig á því að áhrif borgarstjórans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hefðu mikið að segja og því væru líkur Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar meiri en ella. Síðan prófkjörsslagurinn fór af stað hjá Samfylkingunni hefur það nefnilega verið opinbert leyndarmál að Ingibjörg Sólrún vildi gjarnan hlut Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar meiri heldur en fóstbræðranna Helga Hjörvars og Hrannars Björns Arnarssonar. Má telja víst að Hrannar Björn eigi vart afturkvæmt í pólitíkina en Helgi Hjörvar taki hins vegar stefnuna á alþingiskosningar að ári, þangað sem hugur hans hefur hvarflað um allnokkurt skeið.

Stefán Jón kemur óneitanlega sterkur inn í íslenska pólitík eftir atburði liðinna mánaða. Á landsfundi Samfylkingarinnar komst hann í stöðu formanns framkvæmdastjórnar flokksins og nú er hann kominn á fullt í borgarmálunum. Má það teljast með ólíkindum miðað við þá tilfinningu Maddömunnar að tæplega nokkur kjaftur þekki haus né sporð á stefnumálum og hugmyndafræði Stefáns. Hefur hann hingað til helst verið þekktur fyrir nöldur við húsmæður í Þjóðarsálinni á Rás 2, hlutverk spyrils í Gettu betur og áhuga sinn á fluguhnýtingum. Þá má ekki gleyma kynþokka kappans sem hefur eflaust hjálpað til við að draga hinn almenna borgara til leiks í prófkjörinu, enda voru líklega um 60-65% þátttakenda þar óflokksbundin Samfylkingunni. Í ljósi þessa getur Maddaman ekki tekið undir orð Stefáns um að allar gamlar línur innan fylkingarinnar hafi riðlast, þar sem flokksbundið Samfylkingarfólk sem á eftir að kjósa R-listann í vor getur þegar upp er staðið haft aðrar hugmyndir um frambjóðendurna heldur en þeir sem nú tóku þátt í prófkjöri. Stefán Jón ætti þó að vera „safe“ í bili, a.m.k. þar til hann fer að viðra skoðanir sínar af einhverri alvöru.

Annað sem nefnt hefur verið í eyru Maddömunnar er að stuðningsmenn Helga og Hrannars Björns geti tekið upp á því að strika Stefán Jón út í gríð og erg í vor þar sem upprifjun á „gömlum draugum“ og vafasamar bréfasendingar vöktu ekki mikla kátínu á þeim bænum. Hlutverk borgarstjórans í baráttunni gerir það einnig að verkum að þrátt fyrir sterka stöðu hefur hún nú eignast fjandmenn innan flokksins og þarf af þeim sökum að stíga varlega til jarðar á næstu mánuðum. Það er því ekki útséð um hver muni hlæja síðast og best í innanhússerjum Samfylkingarinnar.
SIS.

Maddaman.is

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli