Frétt

mbl.is | 07.11.2006 | 08:32Ítalir á móti aftöku Saddams

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær að stjórn landsins væri andvíg því að Saddam Hussein yrði tekinn af lífi. Áður hafði Massimo D'Alema, utanríkisráðherra Ítalíu, sagt að dauðadómurinn yfir Saddam væri "óviðunandi glappaskot" sem gæti leitt til allsherjarborgarastríðs í Írak. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær vera andvígur dauðarefsingum "hvort sem Saddam á í hlut eða einhver annar". Hann neitaði þó að láta álit sitt á dauðadómnum yfir Saddam í ljós á blaðamannafundi í London.

Fjölmiðlar heimsins voru í gær klofnir í afstöðunni til dauðadómsins yfir Saddam Hussein. Nokkrir þeirra fögnuðu dómnum en aðrir vöruðu við því að hann myndi aðeins auka sundrunguna í Írak og stuðla að frekari blóðsúthellingum.

Bandaríska dagblaðið The New York Times, sem er andvígt dauðarefsingum almennt, hvatti til þess að aftökunni yrði frestað og sagði að réttarhöldin í máli Saddams hefðu ekki staðist kröfur um sanngjarna málsmeðferð.

Saddam Hussein var dæmdur til dauða á sunnudag fyrir að fyrirskipa morð á 148 sjítum árið 1982.

"Leystu engan vanda"
Fjandmenn Saddams Husseins í Kúveit og Íran fögnuðu dauðadómnum en fjölmiðlar í mörgum grannríkja þeirra í Mið-Austurlöndum drógu í efa að hann hefði fengið sanngjarna málsmeðferð.

Dauðadómurinn var einkum gagnrýndur í fjölmiðlum Palestínumanna sem eru Saddam enn þakklátir fyrir stuðning við málstað þeirra. "Þeir sem fagna dauðadómnum yfir Saddam eru fáránlegir vegna þess að þeir eru sjálfir morðingjar sem hafa framið morð án nokkurs lagalegs grundvallar," skrifaði Al-Hayat Al-Jadida, málgagn palestínsku heimastjórnarinnar.

Viðbrögð evrópskra fjölmiðla endurspegluðu yfirleitt afstöðu þeirra til innrásarinnar í Írak árið 2003. Blöð, sem studdu innrásina, fögnuðu dauðadómnum en önnur blöð gagnrýndu hann.

"Réttarhöldin leystu engan vanda, bundu ekki enda á neitt, græddu engin sár," sagði breska dagblaðið The Independent. Þýska blaðið Berliner Zeitung sagði að við réttarhöldin hefði gefist "sögulegt tækifæri" til að upplýsa grimmilega glæpi stjórnar Saddams Husseins og græða sár írösku þjóðarinnar en því tækifæri hefði verið glutrað. "Þess í stað hafa löndin sem hernámu Írak ráðskast með réttarhöldin."

Mörgum fjölmiðlum í Mið-Austurlöndum þótti það grunsamlegt að dauðadómurinn skyldi hafa verið kveðinn upp aðeins tveimur dögum fyrir kosningar í Bandaríkjunum.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli