Frétt

| 26.06.2000 | 11:54Ellefu söngvarar stigu á stokk ásamt hljómsveit

Stjarna kvöldsins, Ingibjörg Guðmundsdóttir, syngur lagið Þín innsta þrá með aðstoð annarra söngvara sem komu fram.
Stjarna kvöldsins, Ingibjörg Guðmundsdóttir, syngur lagið Þín innsta þrá með aðstoð annarra söngvara sem komu fram.
Á fjórða hundrað manns komu á stórtónleika sem haldnir voru í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði á laugardagskvöld. Á tónleikunum sem haldnir voru á vegum Menningarnefndar Ísafjarðarbæjar í tengslum við menningarveislu sveitarfélagsins var farið yfir ísfirska (vestfirska) poppsögu með aðstoð ellefu söngvara.
Söngvararnir sem komu fram voru Einar Örn Konráðsson frá Bolungarvík, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson, Andrea Gylfadóttir, Sævar Sverrisson, Reynir Guðmundsson, Svanfríður Arnórsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Rúnar Þór Pétursson og Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Þá söng heiðursgestur kvöldsins, Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal tvö lög og Vilberg Vilbergsson, Villi Valli, flutti tvö lög af nýútkomnum hljómdiski sínum.

Til stóð að tónleikarnir hæfust á slaginu kl. 21, en þeim var seinkað um 10-15 mínútur þar sem heiðursgestir kvöldsins, bæjarstjórar víðsvegar að af landinu ásamt mökum, seinkaði úr matarveislu. Þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika ,,reykvélina“ heppnuðust tónleikarnir hið besta og að öllum öðrum ólöstuðum var söngvari kvöldsins, hin síunga og hressa söngkona, Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem alla tíð hefur verið kennd við hljómsveitina BG. Þá má ekki gleyma skipuleggjanda tónleikanna, Rafni Jónssyni, tónlistarmanni, sem á heiður skilinn fyrir þetta framtak.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli