Frétt

bb.is | 03.11.2006 | 14:54Reynir í stríði við samkeppnisaðilann

Reynir Traustason.
Reynir Traustason.
Flateyringurinn Reynir Traustason hefur staðið í ströngu eftir að nýtt tímarit hans „Ísafold“ kom út. „Blaðið er uppselt þrátt fyrir skæruliðasveitir Fróða. Þeir keyra milli verslana og henda blaðinu okkar til hliðar en við tökum þessu sem hverju öðru hundsbiti og lögum jafnóðum til eftir þá,“ segir Reynir í samtali við visir.is. Reynir ber samkeppnisaðilanum sem gefur út aragrúa af tímaritum, þar á meðal Séð&Heyrt, Mannlíf, Hús og híbýli og Bleikt og blátt, þungum sökum en segist þó halda ró sinni. „Ég hef gaman að því að þeir skuli ætla að mæta samkeppninni svona, með því að fara um allt eins og stormsveipur og snúa við rekkum svo Ísafold sjáist ekki. Þetta er lágkúruleg aðferð til að ota fram eigin vöru.“

Reynir segir skemmtilegasta dæmið um aðgerðir samkeppnisaðilans hafa átt sér stað í verslun þar sem Ísafold var mokað úr blaðarekka ofan í innkaupakerru og ýtt til hliðar. „Síðan var brauð og ýmislegt annað sett ofan á blöðin í kerrunni til að tryggja að blaðið yrði örugglega ekki keypt en það er svo skemmtilegt að markaðurinn svaraði þannig að blaðið seldist upp úr innkaupakerrunum,“ segir Reynir.

Mikael Torfason, aðalritstjóri Birtings, sem keypti leifarnar af tímaritaútgáfu Fróða ekki alls fyrir löngu vísar ásökunum síns gamla félaga á bug þó þessir fyrrum samherjar á DV séu vissulega komnir í hár saman á tímaritamarkaðnum. „Ég kannast ekki við neinar skæruliðasveitir á okkar vegum og finnst þetta súrrealísk spurning enda er fólk ekki vitleysingar og kaupir þau tímarit sem það vill óháð því hvar þau eru staðsett í verslunum,“ segir Mikael sem telur Reyni vera að vakna upp við þá staðreynd að lausasala tímarita á Íslandi sé „erfiðasti bransi í heimi.“

„Ég myndi í hans sporum einbeita mér að því að gera góð blöð. Það geri ég," segir Mikael og bætir því við að hann geti ekki staðið í því að skipta sér af uppstillingu tímarita í öllum verslunum. „Ég held að 365 miðlar séu ekkert of hressir með þessa útgáfu Reynis," segir Mikael og telur meinta skæruliða frekar á vegum fjölmiðlasamsteypunnar. „Þeir hafa meira bolmagn til þess að standa í þessu en ég enda er ég ekki að þessu. Á Baugur hvort eð er ekki flestar þessar verslanir? Reynir verður að eiga þetta við Jón Ásgeir en ekki mig.“

Reynir ber sig, sem fyrr segir vel, og óttast ekki hörkuna á markaðnum. „Það er mikil stemning í þessu þó við stöndum í einhverju smáböggi. Nóatún vill til dæmis ekki selja blaðið en selur Bleikt og Blátt. Það er þeirra vandamál vilji þeir frekar selja klámblöð en virðuleg tímarit. Ég hef rætt þetta við menn þar og það liggja annarlegar ástæður að baki. Ég hef lengi verslað í Nóatúni í Grafarholti en er hættur því og það er ekki síst barnanna vegna en ég sniðgeng þá eins og þeir sniðganga mig.“

annska@bb.is

Frá þessu var greint á www.visir.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli