Frétt

bb.is | 03.11.2006 | 14:07Börn með flestar tilnefningar

Úr kvikmyndinni Börn. Mynd: www.children-movie.com.
Úr kvikmyndinni Börn. Mynd: www.children-movie.com.
Kvikmyndin Börn hlaut alls átta tilnefningar til Edduverðlaunanna, en leikstjóri hennar er Súðvíkingurinn Ragnar Bragason. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn þann 19. nóvember á Hótel Nordica. Ragnar var tilnefndur sem besti leikstjórinn og Börn tilnefnd sem besta myndin. Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Darri Ólafsson voru tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverkum.

Börn er fyrrihluti tvíleiks Ragnars og Vesturports, en á heimasíðu kvikmyndarinnar er seinnihlutinn, Foreldrar, sagður eiga að koma fyrir sjónir almennings á árinu.Börn sýnir heldur gráa tilveru og hark og lýsir hún í stuttu máli fjölskyldusamböndum í Reykjavík. Kvikmyndirnar eru gerðar með það í huga að skoða sambönd barna og foreldra. Ragnar segir að kvikmyndirnar séu gerðar af ástríðu sem hver sá sem kom að gerð þeirra fann. Fyrst og fremst hafi þau viljað segja sögur sem skipti þau máli og sem vonandi hefðu áhrif á áhorfendur þeirra.

Meðal þess sem Ragnar hefur gert er kvikmyndin Fíaskó og heimildarmyndin „Love is in the air“ sem fjallar um Rómeó og Júlíu ævintýri Vesturports, sem þykir einn framsæknasti leikhópur í Evrópu í dag.

Af öðrum sem hlutu tilnefningar má nefna Mýrina og Blóðbönd sem báðar voru tilnefndar sem kvikmynd ársins. Fékk Mýrin alls fimm tilnefningar en Blóðbönd fjórar. Í flokknum sjónvarpsþáttur ársins voru fimm þættir tilnefndir: Fyrstu skrefin, Græna herbergið, Innlit/Útlit, Kompás og Sjálfstætt fólk. Í flokknum leikið sjónvarpsefni voru tilefnd: Allir litir hafsins eru kaldir, Sigtið og Stelpurnar og í flokknum skemmtiþáttur ársins voru tilnefndir þáttur Jóns Ólafsonar, KF Nörd og Strákarnir.

annska@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli