Frétt

bb.is | 02.11.2006 | 13:59Segir starfsmenn menntamálaráðuneytisins hafa leynt sig mikilvægum upplýsingum

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
Fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Ólína Þorvarðardóttir, tjáir sig í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs um þann róstur sem átti sér stað innan skólans á seinni hluta ferils hennar sem skólameistara, og lauk með því að hún sagði af sér. Segir Ólína þessi mál hafa verið skólanum erfið, ekki síður en sér. „Allar eðlilegar leikreglur voru fyrir borð bornar og öllum virtist sama um hvaða afleiðingar þessi atburður hefði fyrir menntaskólann“, segir Ólína meðal annars. „Sjálfur skólinn var eins og blæðandi sjúklingur á skurðarborði og starfsfólkið stóð yfir honum og reifst hvað við annað. Þetta gat bara ekki gengið svona lengur. Ég tók því malpoka minn og fór – hugsaði með mér að þó að ég myndi víkja skyldu verkin standa.“

Um hlutverk menntamálaráðuneytisins í þessu máli segir hún að ákveðnir starfsmenn ráðuneytisins hafi farið á bak við hana og leynt hana upplýsingum sem hefðu getað breytt framvindunni henni í hag, og hún hafi nú undir höndum gögn sem sanna þetta. „Hefði ráðuneytið staðið rétt að málum hefði það án efa breytt framvindu málsins. Svo virðist sem fjölmiðlar hafi átt greiðari aðgang að þessum upplýsingum en ég, einhverra hluta vegna. Oft fékk ég fyrstu vitneskju um tilvist gagna og innihald þeirra í gegnum fjölmiðla sem ég hefði átt að fá frá ráðuneytinu. Þessi framkoma ráðuneytisins var með öllu óviðunandi og ekki í neinu samræmi við eðlilega stjórnsýsluhætti.“

Þá segir hún að sér hafi verið lofað fullum stuðningi til þess umbótastarfs sem hún hafði í huga, og hafi haft fullt samráð við skólanefnd og einkum formann hennar, en að hvorki nefndin né formaðurinn hafi nokkurntíma tekið ábyrgð á þeim ákvörðunum sem deilunum ollu. „Nefndarmenn hlupu einfaldlega í felur þegar mest á reyndi og héldu sig í felum þar til yfir lauk. Það var nú þeirra stuðningur við skólann og stjórnendur hans þegar á reyndi.“

Ólína segir málið hafa verið sér afar erfitt, en hún slær líka á létta strengi í viðtalinu og segir meðal annars frá því að þegar hún hafi eitt sinn verið fengin til þess að vera veislustjóri í samkvæmi hér vestra hafi lostið niður í kollinn á henni vísu rétt áður en hún setti veisluna, sem hún flutti við borðhaldið og hljómaði svo:

Undir mínum ógnarvendi
eigum kvöldstund saman.
Nú stjórna ég með harðri hendi
og hér skal verða gaman.

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs: 11. tbl. 23. árgangur.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli