Frétt

mbl.is | 02.11.2006 | 11:10Tólf mánaða dómur fyrir líkamsárás

Rúmlega tvítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu níu mánaða þeirrar refsingar og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu, haldi maðurinn almennt skilorð, fyrir að hafa stungið annan mann fimm sinnum með hníf fyrir utan skemmtistaðinn Gauk á Stöng fyrr á árinu. Þykir sannað að hinn ákærði stakk manninn fimm sinnum með hnífi með þeim afleiðingum að hann hlaut þrjú sár hægra megin á brjóstbaki, eitt vinstra megin á síðu og eitt á mjóbaki. Þarf hinn seki að greiða fórnarlambinu á fjórða hundrað þúsund krónur í miskabætur.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að fórnarlambið átti upptökin af átökunum við ákærða, þótt það réttlæti ekki háttsemi ákærða. Við ákvörðun refsingar er enn fremur að líta til þess að verjandi ákærða upplýsti fyrir dóminum að ákærði hefði boðið fram skaðabætur, en ekki hafi náðst samkomulag um fjárhæð bóta þar sem ekki hafi verið hvikað frá upphaflegri kröfu brotaþola um miskabætur.

Ákærði hefur frá því að hann framdi brot sitt sýnt af sér mikla iðrun og vilja til að bæta sig. Hann hefur leitað sér aðstoðar vegna fíkniefnavanda síns og aðstoðar sálfræðings og geðlæknis. Auk þess hefur hann gengið í tólf spora samtökin. Ákærði er kominn í sambúð með konu sem á barn. Þá hefur hann greint frá því að vera í tveimur störfum.

Í greinargerð sálfræðings vegna meðferðar hans á göngudeild geðsviðs Landspítala háskóla­sjúkrahúss við Hringbraut kemur fram að ákærði hafi sagt að brot hans sem hér er sakfellt fyrir hafi haft mikil áhrif á hann.

Honum væri mikið brugðið og vilji umfram allt taka sig á og vinna í sínum málum. Sambýliskona hans og barn hennar séu honum mikils virði. Hann hafi lýst erfiðum uppvaxtarárum og fíkniefna­neyslu sinni. Að lokum kemur fram að hann hafi mætt vel í viðtöl til sálfræðingsins og sýnt einlægan vilja til að vinna með sín mál.

Fyrir dómi greindi ákærði frá erfiðum uppeldis­aðstæðum sínum. Hann ólst upp hjá föður sínum og liggja fyrir gögn frá barnaverndar­yfirvöldum um afskipti af ákærða og föður hans vegna ásakana um ofbeldi af hálfu föður. Þótt erfiðar félagslegar aðstæður ákærða réttlæti á engan hátt háttsemi hans kunna þær að skýra fíkniefnavanda hans og ofbeldisverk það sem hann er nú sakfelldur fyrir. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 12 mánaða fangelsi. Veigamikil rök þykja til að skilorðs­binda refsingu að hluta með heimild í 1. mgr. 57. gr. a. almennra hegningarlaga, þannig að níu mánuðir af dæmdri refsingu falli niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu, enda haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar fullnustu refsingar komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 5. til 15. mars 2006, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli