Frétt

bb.is | 02.11.2006 | 08:26Vill að gerð verði úttekt á breytingu á rafmagnsverði

Alþingishúsið í Reykjavík.
Alþingishúsið í Reykjavík.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokkins í Norðvesturkjördæmi, lagði til á þingfundi í fyrradag að Alþingi léti gera úttekt á því hvaða breytingar hafa orðið á rafmagnsverði til almennra notenda og fyrirtækja í kjölfar breytinga sem urðu á skipulagi raforkumarkaðarins áramótin 2004-2005. „Gerð verði grein fyrir þróun raforkuverðs, sundurliðað eftir helstu notendaflokkum og gjaldskrársvæðum. Niðurstaða úttektarinnar, sem nái til allra tegunda viðskipta með raforku, liggi fyrir 15. febrúar 2007.“ Í ræðu sinni sagði Sigurjón að rafmagnsreikningar hefðu hækkað gríðarlega, og ekki síst hjá bændum. „[É]g furða mig eilítið á því að hæstv. byggðamálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins og núverandi iðnaðarráðherra skuli ekki vera hér til að gera grein fyrir þessu máli en forveri hans í því starfi, sem nú gegnir stöðu utanríkisráðherra, sagði að þegar væri verið að innleiða þessi lög yrði hækkunin u.þ.b. 100 kr. Það er þó alls ekki þannig að þessi breyting hafi leitt til 100 kr. hækkana á raforkuseðlum landsmanna heldur hefur hækkunin jafnvel numið tugþúsundum eða a.m.k. tugprósentum.“

Þá sagði Sigurjón að það væri algerlega óþolandi að stjórnvöld innleiddu hækkun sem þessa án þess að gerð yrði grein fyrir í hverju hún fælist. „Þetta kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum því það var búið að boða allt annað þegar þessi breyting var innleidd á Alþingi. Ég skora á framsóknarmenn og sjálfstæðismenn að gera grein fyrir þessu.“

Eins og sagt hefur verið frá hækkaði gjaldskrá Orkubús Vestfjarða hf. þann 1. maí síðastliðinn en til stóð að hækkunin tæki gildi 1. janúar. Meðaltalshækkun var 5-6%. Niðurgreiðslur hækkuðu ekki til móts við gjaldskrárhækkunina. Dreifing raforku hækkaði um 10% 1. janúar en verð fyrir raforkusölu er óbreytt. Þar sem niðurgreiðslur hækkuðu ekki, er hækkunin meiri en 5-6% og allt upp í 10%, eftir því hvernig niðurgreiðslum er háttað hjá notendum. Þær eru mismunandi eftir því hvort um þéttbýli eða dreifbýli er að ræða.

Ennfremur var ákveðið hækka gjaldskrá fyrir hitaveitur um 5% frá með sama tíma. Þann 1. janúar 2006 hækkaði niðurgreiðsluhámarkið úr 35.000 kWh á ári í 40.000 kWh og það leiddi til lækkunar hjá þeim sem eru með ársnotkun meira en 35.000 kWh.

eirikur@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli