Frétt

bb.is | 21.02.2002 | 10:46Fjórir Ísfirðingar á leið í Vasagönguna

Ísfirðingarnir Guðmundur Rafn Kristjánsson, Hlynur Guðmundsson Einar Ágúst Yngvason í Vasagöngunni fyrir tveimur árum
Ísfirðingarnir Guðmundur Rafn Kristjánsson, Hlynur Guðmundsson Einar Ágúst Yngvason í Vasagöngunni fyrir tveimur árum
Fjórir Ísfirðingar eru skráðir til leiks í næstu Vasagöngu sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Þetta eru þeir Gunnar Pétursson, Kristján Rafn Guðmundsson, Guðmundur Rafn Kristjánsson og Elías Sveinsson, en alls munu 22 Íslendingar taka þátt í göngunni sem nú verður haldin í 78. sinn. Frá þessu er greint á heimasíðu Skíðafélags Ísfirðinga.
Þessi 90 km ganga frá Sälen til Mora er þolraun sem jafnan dregur að sér þúsundir manna. Árlega eru þátttakendur í sjálfri Vasagöngunni á bilinu 13.000 til 15.000, en fjöldi fólks tekur einnig þátt í öðrum keppnum sem göngunni tengjast, t.d. Barna-Vasa, Kvenna-Vasa, Hálf-Vasa og því sem kallað er „Opið spor“, sem er e.k. tímataka á Vasaleiðinni sem hægt er að fara í dagana fyrir göngu. Vasagangan er án efa vinsælasta skíðagöngukeppni veraldar enda ferðast fólk landa og heimsálfa á milli til að taka þátt. Hún er líka einn af stærstu viðburðunum í íþróttalífi Svíþjóðar ár hvert og sjónvarpsútsendingar frá göngunni eru viðamestu sýningar sænska ríkissjónvarpsins.

Þótt meirihluti þátttakenda í Vasagöngunni geti fallið undir skilgreininguna „trimmarar“ er gangan engu að síður að treysta sig í sessi sem ein af stóru göngunum í augum þeirra bestu. Í ár er búist við þátttöku margra af sterkustu skíðagöngumönnum heims, þ.á.m. er Ólympíumeistarinn Andrus Veerpalu frá Eistlandi. Landar hans, þeir Jack Mae, bronsmaður frá ÓL, og Raúl Olle, sigurverari í Vasagöngunni 2000 munu einnig stilla sér upp á startlínunni. Norðmenn, sem ekki hafa sigrað í Vasagöngunni frá 1971, leggja mikinn metnað í að vinna nú loksins gullið og treysta þar helst á Håvard Skorstad, sem er einn helsti sérfræðingur þeirra í löngum göngum. Einnig eru bundnar vonir við að gamli jálkurinn Erling Jevne geti keppt, en hann myndi vitaskuld teljast í hópi þeirra sigurstarnglegustu.

Veðbankar gera ekki ráð fyrir því að okkar menn blandi sér í baráttuna um sigur, en þó er víst að þeir hafa alla burði til að standa sig vel. Gunnar Pétursson heldur nú upp á það að liðin eru 50 ár síðan hann tók fyrst þátt í Vasagöngunni, en árið 1952 varð hann, ásamt Ebenezer Þórarinssyni, Sigurjóni Halldórssyni og Þingeyingnum Ívari Stefánssyni, fyrstur Íslendinga til að þreyta þessa þolraun. Þeir Gunnar og Ebbi rifjuðu þá sögufrægu göngu upp í Skíðavikublaðinu 2001 og sögðu m.a.: „Þetta var svolítið erfið ganga. Þetta eru 90 kílómetrar og það var eiginlega ekkert spor. Það voru að vísu tvenn spor í startinu en síðan ekki söguna meir. Brautin hafði verið fóttroðin fyrir mótið, en svo rigndi og frysti aftur þannig að þetta var bara svell á köflum. Við fórum af stað með skaraklístur undir, en það fór allt undan. Og birkisólarnir á skíðunum sem við fengum til að ganga á voru líka alveg búnir á eftir.“ Þeir félagar kláruðu þó með miklum sóma, Ebbi varð 67. í röðinni, Ívar nr. 88, Gunnar nr. 132 og Sigurjón nr. 200. Alls voru keppendur 364, sem var lang mesti keppendafjöldi í Vasagöngunni fram að því. Gunnar hefur síðan farið gönguna þrisvar og er því að taka þátt í fimmta sinn.

Kristján Rafn Guðmundsson tekur nú þátt í göngunni í níunda skipti í röð, en hann og Stefán Jónasson bóksali á Akureyri eru þeir Íslendingar sem oftast hafa rennt skeiðið frá Sälen til Mora. Sonur Kristjáns, Guðmundur Rafn, tekur nú þátt í þriðja skipti, en hann hefur að auki tekið þátt í Hálf-Vasagöngunni einu sinni. Elías Sveinsson er að fara gönguna í fjórða sinn þannig allir eru þessir menn með reynsluna á sínu bandi.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli