Frétt

Stakkur 44. tbl. 2006 | 02.11.2006 | 09:13Þingkonu hafnað í prófkjöri

Um liðna helgi fór fram prófkjör í höfuðborginni og í Norðvesturkjördæmi. Hið fyrrnefnda var leið Sjálfstæðisflokks til þess að velja á lista í kjördæmum Reykjavíkur. Hið síðarnefnda var háttur Samfylkingar til þess að stilla upp framboðslista í fyrrverandi þremur kjördæmum, sem eins og nafnið bendir til runnu í eitt landmesta kjördæmi alls Íslands. Niðurstöðu í Reykjavík hafði verið beðið með eftirvæntingu. Dómsmálarráðherra náði ekki markmiði sínu, öðru sæti á listanum. Að öðru leyti mega sjálfstæðismenn frekar vel við una. Listinn hefur mikla breidd. Samfylkingin hafnaði í reynd einu þingkonunni í kjördæminu, sem hlaut þriðja sætið.

Það vakti mikla eftirtekt hve margir höfðu horn í síðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra, sem sýnt hefur af sér mikinn dugnað og litið lengra fram á veginn en flestir aðrir stjórnmálamenn, ekki síst í tengslum við brottför varnarliðsins og viðbrögð varðandi björgunar- og eftirlitsstörf. Einkum voru það utanflokksmenn sem sáu sér hag í að nýta sér tækifærið og hömuðust við að gera lítið úr Birni. Það var óverðskuldað. Fleiri munu hugsanlega hafa nýtt færið í prófkjörsbaráttunni. Björn vann varnarsigur, hélt sæti sínu frá síðasta prófkjöri, þótt 2 aðrir vildu annað sætið. Guðfinna Bjarnadóttir náði afar góðum árangri, 4. sæti og hið sama verður sagt um Illuga Gunnarsson, sem þar kom á eftir. Hún er ný á vettvangi stjórnmálanna, en hann hafði verið aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og sýnt skýra og glögga hugsun í pólitík. Þau færa Sjálfstæðisflokknum nýtt yfirbragð. Að sönnu voru ekki allir ánægðir. En hver verður ánægður þegar hann nær ekki marki sínu? Enginn. Þess vegna vöktu hófstillt viðbrögð Brigis Ármannssonar athygli. Ekki eitt einasta neikvætt orð heyrðist frá honum.

Nokkur spenna var samfara fyrsta prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar til Alþingis. Fyrsti þingmaður hafði ákveðið að hverfa af Alþingi. Anna Kristín Gunnarsdóttir hefur virst hinn prúðasti þingmaður og ekki hefur heyrst gagnrýni á störf hennar. Dreifing atkvæða reyndis mikil að vonum. Guðbjartur Hannesson var valinn til að leiða listann og séra Karl Valgarður Matthíasson í öðru sæti, þá Anna Kristín og í því fjórða Sigurður Pétursson. Samfylkingin hefur álasað Sjálfstæðisflokki að hafa ekki kynjajafnrétti á framboðslistum. Komið er í ljós að sitthvað er að vera í stórum stjónmálaflokki eða litlum. Kjósendur eiga valið og þeir velja hver um sig sína menn til setu á listum. Séra Karl átti nokkuð óvænta endurkomu, en hann hefur verið prestur víða í hinu nýja kjördæmi, þótt nú búi hann í Reykjavík. Merkja mátti af orðum formanns Samfylkingar að henni hefði brugðið við niðurstöðu prófkjörs, vegna útkomu Önnu Kristínar. Skýring er ekki augljós. Fyrrverandi Bolvíkingur frá Póllandi, Grazyna María Okuniewska er kominn langleiðina inn á Alþingi Íslendinga. Það eru tíðindi.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli