Frétt

Stakkur 8. tbl. 2002 | 20.02.2002 | 16:53Óvarlegt er að gera ráð fyrir...

Iðnaðarráðhera Valgerður Sverrisdóttir skipaði nefnd sem skilað hefur áliti varðandi byggðamál á Íslandi. Kjarni niðurstöðu nefndarinnar er sá, að Akureyri skuli verða mótvægi við höfuðborgina. Þetta er fín hugmynd þó óvarlegt sé að flestra dómi að gera ráð fyrir að nokkur byggð á Íslandi verði í bráð mótvægi við höfuðborgina Reykjavík þar sem rúmlega 110 þúsund manns búa og reyndar búa nærri 170 þúsund á öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar Akureyrar eru um 15 þúsund og við Eyjafjörð allan búa innan við 20 þúsund manns. Munurinn á íbúfjölda þar og á höfuborgarsvæðinu er því gríðarlegur og hlýtur að minnka verulega áhrif mótvægisins eftirsóknarverða.

Vissulega er nokkuð til í þeirri hugsun að utan Reykjavíkur er Akureyri ótvírætt fjölmennasta byggðin og einnig stærsti kjarninn í nokkrum einstökum landshluta utan suðvesturhornsins. Enn er á þessum vettvangi minnt á hugmynd sem kom fram á ráðstefnu Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var á Selfossi í nóvember 1987. Inntak hennar var að koma upp kjarnabyggðum í öllum landshlutum. Því miður var sú hugmynd andvana fædd vegna afstöðu fulltrúa alltof margra sveitarfélaga sem þá voru nærri 220 á landinu öllu. Fulltrúar hinna fjölmörgu smáu hreppa um allt land sáu ógnina eina við þessa ágætu hugmynd. Vonandi verða sveitarstjórnarmenn betur vakandi að þessu sinni.

Nú kemur hugmyndin fram einu sinni enn þó í breyttri mynd. Munurinn er sá að allar kjarnabyggðir utan Akureyrar eru gleymdar. Ekki er lengur talað um Borgarnes, Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilstaði og Selfoss, aðeins Akureyri hlýtur náð fyrir augum nefndarinnar. Vissulega má halda því fram að sveitarstjórnarmenn sjálfir hafi átt nokkra sök á því að liðinn er einn og hálfur áratugur aðgerðarleysis í stað þess að vinna hugmyndinn ágætu um byggðakjarnana fylgis og hrinda í framkvæmd þeirri byggðastefnu sem þar kristallaðist.

Það er einkar klaufalegt að einblína aðeins á tvo kjarna byggðar á Íslandi, sem er tiltölulega stórt land með mjög fáa íbúa, annan á suðvesturhorninu og hinn við Eyjafjörð. Vissulega er það rétt að fáir kjarnar eru nægilega stórir úti í fjórðungunum til mótvægis við byggð sem telur nærri 70% Íslendinga. Kannski er það svo að andmæli sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum og Austurlandi minni nokkuð á afstöðu hinna fjölmörgu fulltrúa litlu hreppanna fyrir nærri 15 árum. Mótmæli bæjarstjórnar og bæjarstjóra á Ísafirði eru bæði eðlileg og skiljanleg þótt í Vestfirðingafjórðungi búi nú færri íbúar en í nokkrum hinna, aðeins um áttaþúsund. Það er ekkert sem réttlætir fullyrðinguna um að að óvarlegt sé að gera ráð fyrir fjölgun íbúa á Vestfjörðum nema til komi rökstuðningur og nokkur forspá í leiðinni um afstöðu ríkisstjórnarinnar til framhaldandi byggðar á Vestfjörðum. Hafði iðnaðarráðherra kannski dulið umboð til þess að taka af skarið gagnvart Vestfjörðum með þessum hætti?

Því verður ekki trúað. En skýrslan framkallar spurningar varðandi byggð á Íslandi og framtíðarsýn ríkisstjórnar og Alþingis. Við bíðum svara.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli