Frétt

Ingólfur H. Þorleifsson | 31.10.2006 | 09:28Væri ekki gaman ef…

Ingólfur H. Þorleifsson.
Ingólfur H. Þorleifsson.
Ágæti lesandi! Fyrir 10 árum komst KFÍ upp í úrvalsdeild í fyrsta skipti, það var stórt og mikið afrek fyrir lið í ekki stærra bæjarfélagi en Ísafjörður var. Síðan hefur liðið ýmist leikið í efstu eða næst efstu deild og árangurinn hefur verið misjafn eins og gengur. En alltaf hefur starfið verið öflugt og fjölmargir komið þar að sem ekki verða nefndir með nafni hér. Einnig hafa flest fyrirtæki á svæðinu stutt duglega við bakið á félaginu í gegn um árin, og hafa þessir tveir hlutir gert draum nokkurra ungra manna sem stofnuðu félagið fyrir rúmlega fjörutíu árum að veruleika.

Nú á seinna skeiði félagsins, sem hófst eftir að íþróttahúsið á Torfnesi opnaði, hefur starf félagsins verið tvískipt þ.e. meistaraflokkar og unglingaflokkar. Unglingaflokkarnir hafa verið að styrkjast ár frá ári, og höfum við átt fjölmarga unglinga í æfingahópum, og yngri landsliðum sem hafa staðið sig mjög vel í Evrópu og Norðurlandamótum undanfarin ár. Þetta kraftmikla starf er hvergi nærri hætt, og nú í haust var ráðin mjög fær þjálfari sem m.a. hefur þjálfað 16 ára landslið Makedóníu, og er starf hans strax farið að skila árangri.

Starf meistaraflokka er aðeins flóknara og kostnaðarsamara. Því miður þurftum við að draga mfl. kvenna úr keppni fyrir tveimur árum vegna skorts á leikmönnum, en í dag lítur þetta betur út í eftir að stúlkna átak sem farið var í, skilaði hóp stúlkna sem vonandi halda áfram að æfa og keppa undir merkjum félagsins.

Meistaraflokkur karla leikur í fyrstu deild í ár líkt og í fyrra. Á undanförnum árum hefur stefnan verið sú að tefla fram sem flestum heimamönnum í liðinu, ef nokkur kostur er. Eftir síðasta tímabil misstum við tvo af okkar efnilegustu leikmönnum suður á land til stærri liða sem leika í efstu deild, og vissulega hafa góðir leikmenn metnað til að spila meðal þeirra bestu, annað væri óeðlilegt. En í staðin hafa komið sterkir leikmenn erlendis frá sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig í nýju landi til að sanna sig.

Ágæti lesandi, hver man ekki eftir leikjum fyrir nokkrum árum þar sem við vorum að vinna sterkustu lið landsins, á okkar alræmda heimavelli, lið með mikla hefð eins og Suðurnesjaliðin þrjú, Valur, KR og fleiri góð lið sem supu kveljur að þurfa að koma í Ísjakann og etja kappi við okkur. Stuðningsmenn KFÍ fylltu pallana og stemmingin var gríðarleg, líkt og við sjáum í dag í t.d. Borgarnesi og Stykkishólmi, sem voru á þessum árum bara miðlungs fyrstu deildar lið.

Væri ekki gaman ef að þessi stemming sem flestir kannast við, og hafa upplifað í jakanum yrði endurvakin 10. nóvember er fyrsti heimaleikurinn á þessari leiktíð og langar mig til að biðja þig lesandi góður að mæta með alla fjölskylduna og styðja við bakið á strákunum í vetur og endurvekja þannig félagið til fyrri dáða.

ÁFRAM KFÍ

Ingólfur H. Þorleifsson, formaður KFÍ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli