Frétt

bb.is | 31.10.2006 | 06:11Kammersveit Reykjavíkur leikur í Hömrum

Kammerfélagarnir sem ætla að leika í Hömrum en á myndina vantar píanóleikarann Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur.
Kammerfélagarnir sem ætla að leika í Hömrum en á myndina vantar píanóleikarann Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur.

Kammersveit Reykjavíkur, einn elsti og virtasti kammerhópur landsins heldur tónleika í Hömrum kl. 15 á sunnudag. Sex félagar úr sveitinni koma fram en tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar. Eru þeir jafnframt fjórðu og síðustu áskriftartónleikar yfirstandandi starfsárs. Hljóðfæraleikararnir sem fram koma á tónleikunum eru Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri sveitarinnar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, sellóleikararnir Sigurður Bjarki Gunnarsson og Hrafnkell Orri Egilsson og loks Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Rómantíkin ræður ríkjum á efnisskrá tónleikanna en á henni eru einungis tvö verk. Hið fyrra er Píanótríó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem er í rómantískum stíl með áhrifum frá þjóðlögum ættlands tónskáldsins. Síðara verkið er hinn gullfallegi strengjakvintett Schuberts í C-dúr op. 163, algjört meistaraverk, sem sumir segja að sé „stofnskrá“ rómantíska tímabilsins.

Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1974 með það að markmiði að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist, en á þeim tíma var það ekki eins algengt og í dag. Kammersveitin kemur fram í misstórum hópum allt frá 3 til 35 manns, en stærð hópsins ræðst af þörfum tónverkanna hverju sinni. Meðlimir sveitarinnar eru virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi.

Kammersveit Reykjavíkur er kunn fyrir fjölbreytt verkefnaval og vandaðan flutning. Hún hefur frumflutt fjölda íslenskra og erlendra verka og fengið ýmsa þekkta stjórnendur til liðs við sig, s.s. Paul Zukofsky, Jaap Schröder og Vladimir Ashkenazy. Sveitin hefur haldið fjölda tónleika hér heima og víða erlendis, leikið í útvarp og sjónvarp og verið fulltrúi Íslands við fjölmörg tækifæri erlendis.

Kammersveit Reykjavíkur hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á upptöku og útgáfu þeirra fjölmörgu tónverka sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hana. Þegar eru komnir út fjórir slíkir hljómdiskar.

Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2003 fyrir geisladiska sína með Brandenburgarkonsertum Bachs.
thelma@bb.isbb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli