Frétt

Guðjón A. Kristjánsson | 18.02.2002 | 13:17Eyðibyggðastefna í framkvæmd

Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður.
Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður.
Stærstu byggðir landsins á SV-horninu og við Eyjafjörð munu halda áfram að eflast. Bættar samgöngur frá öðrum landsvæðum sem næst liggja þessum svæðum ráða mestu um hvert þjónustan verður sótt. Smæstu sjávarbyggðirnar þurfa forgang að auðlindum sínum og þar með forgang að strandveiðum. Snúa þarf frá þeirri hugsun og framkvæmd að verðmæti landsins og arðsemin vaxi með því að veikja atvinnusvæði sem eru háð sjávarútvegi og landbúnaði. Við þurfum að efla önnur byggðasvæði í stað þess að vinna gegn þeim. Þannig hefur þó framkvæmdin í raun verið hvað sem líður fögrum orðum í byggðastefnu og yfirlýsingum um að fjölga störfum úti á landi.
Nýja byggðaskýrslan

Það hefur verið sagt og haft eftir stjórnarþingmönnum í fjölmiðlum að höfundar þessa plaggs séu fullir af sleggjudómum og fordómum. Höfundar þessa dæmalausa plaggs hafa ekki aðrar forsendur frá ráðherra byggðamála sem fékk samþykki ríkisstjórnar fyrir að kynna ,,ritið\" en að enn frekari kvótasetning í hefðbundnum atvinnugreinum, fiskveiðum og landbúnaði, sé ríkisstjórnarstefnan. Hvergi hefur verið tekið undir að það skipti máli fyrir íbúa við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, NV-landi, eða á NA-horni landsins að þeir þurfi að fá að njóta kosta sinna til sjós og lands og fái til þess forgang. Meðan vegið er að sjávarbyggðum og í engu tekið tillit til þess að sum landsvæði eru háð því um langa framtíð að byggja á þessum hefðbundnu atvinnuvegum sem undirstöðu þessara byggða er ekki að undra þó ekki sé gert ráð fyrir því í texta hinnar nýju skýrslu að t.d. Vestfirðir eflist. Texti skýrslunnar um Vestfirði endurspeglar raunverulega stefnu ríkisstjórnar. Minni sjávarbyggðum er ekki ætlað að vaxa í því kvótakerfisumhverfi sem er á stefnu ríkisstjórnarinnar og til þess hefur ríkisstjórnin fengið fullan stuðning þingmanna sinna. Hvað svo sem sagt er nú og síðar um að þeim líki illa byggðaþróunin þá hafa stjórnarþingmenn á endanum kosið þessa þróun yfir sig með atkvæðum sínum á Alþingi.

Engin merki eru um að ríkisstjórnin ætli að gera neitt til þess að styrkja samkeppnisstöðu minni sjávarbyggða. Ennþá skilja menn þar á bæ ekki að það þurfi að skipta fiskveiðiflotanum upp í aðgreinda útgerðarflokka og skiptir í því sambandi ekki máli hvort veiðum er stýrt með kvótakerfi eða ekki.

Ennþá vantar skilning á því að kvótareikningur getur ekki verið sá sami þegar veiddur þorskur á sumum landsvæðum vestan- og norðanlands er að jafnaði 2-3 kg. en 5-7 kg. á miðum við suður og vesturland en kvótakílóið kostar óveitt 150 kr. sama hvaðan sem gert er út. Þorskfiskstærðin á Vestfjarða- og norður- og norðausturmiðum hefur verið 2-3 kg. sl. 100 ár og verður það áfram hvaða verð sem menn neyðast til að borga til sægreifanna.

Ennþá vantar skilning á því að tryggja fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu og hagkvæmni þess.

Ennþá vantar skilning á því að verðlagningu aflans á fiskmarkaði fylgir mikill virðisauki fyrir fólkið í landinu.

Óbreytt framkvæmd eyðibyggðastefnunnar

Meðan atvinna af fiskveiðum og landbúnaði fer minnkandi á þeim landsvæðum NV-lands og NA-lands sem eru mest háð þessum atvinnugreinum og enginn vilji er hjá ríkisstjórn að breyta lögum aftur á þann veg að þessi svæði geti eflst, er ekki við því að búast að breyting verði í búsetumálum á þessum landsvæðum. Þingmenn stjórnarflokkanna geta haft uppi ,,yfirborðskennt snakk\" og sagt að í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar felist ,,fordómar, sleggjudómar og textanum hafi verið breytt af ríkisstjórn\". Því verður hins vegar ekki á móti mælt að þessari stefnu fylgja stjórnarþingmenn af þeim landsvæðum sem harðast hefur verið vegið að. Nægir í því sambandi að benda á að í ályktun Eldingar, félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslu í sl. viku segir að línuútgerð sé nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár. Erfiðleikar einstakra útgerða og þjónustuaðila hafa fylgt í kjölfarið samfara atvinnuleysi hjá verkafólki og sjómönnum. Þarna tala þeir sem best þekkja til áhrifa nýsettra laga stjórnarþingmanna á atvinnu og búsetumál á Vestfjörðum.

Er nema von að eftirskrift byggðaráðherrans, sem birtist í nýrri skýrslu um ,,byggðastefnu\", og sýnir hennar framtíðarsýn til hinna dreifðu byggða þar sem gert er ráð fyrir frekari fækkun fólks á Vestfjörðum, sé í samræmi við stefnu ykkar stjórnarþingmanna í verki?
– Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli