Frétt

Sturla Böðvarsson | 24.10.2006 | 14:14Jóhanni Ársælssyni svarað

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson.
Umræður um umferðaröryggismál og framkvæmdir við vegagerð eru stöðugt viðfangsefni . Ég fagna því enda mikilvægt að fá fram þau öflugu sjónarmið sem eru uppi í samfélaginu um að bæta þurfi vegakerfið og auka öryggi í umferðinni. Enginn hefur skrifað og talað meira um það en undirritaður hin síðari ár og ég hef beitt mér fyrir aðgerðum sem skipta miklu máli. Í framhaldi af fundi um umferðarmál á Kjalarnesi beinir Jóhann Ársælsson nokkrum spurningum til mín varðandi vegamannvirki og hraðakstur á svæðinu. Setur hann þar fram ábendingar um skammtímaaðgerðir og langtímaaðgerðir.

Rétt er að hraða verður svo sem unnt er áframhaldandi uppbyggingu vegarins um Kjalarnes í því skyni að auka umferðaröryggi og afkastagetuna. Í samgönguáætlun, sem nú er á lokastigi áður en fjallað verður um hana á Alþingi, er gert ráð fyrir þessum verkefnum.

Ég vil minna á þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja sérstaka fjármuni í að byggja upp stofnvegina út frá höfuðborgarsvæðinu, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Vegagerðin hefur þegar hafist handa við að undirbúa fyrstu aðgerðir og mun á næstunni leggja fram áætlun um útfærslu á endurbótum á veginum um Kjalarnes. Má segja að þegar séu komnar af stað þær skammtímaaðgerðir sem Jóhann Ársælsson leggur til. Meðal þeirra er til dæmis að koma upp hringtorgi á vegamótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar og bæta tengingar við þéttbýlið á Kjalarnesi.

Með þessu tvennu, auknu fjármagni sem til ráðstöfunar er strax, og þeim verkefnum sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir, eru þessi mál komin í skýran farveg. Jafnframt þessu er rétt að íhuga ábendingar greinarhöfundar um hvort lækka eigi ökuhraða á lengri köflum á Kjalarnesvegi miðað við það sem en nú er. Því mun ég beina til þeirra aðila sem um það fjalla. Ástæða er til þess að vekja athygli á því að verið er að setja upp hraðamyndavélar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes í þeim tilgangi að fylgjst með hraðakstri og koma í veg fyrir lögbrot í umferðinni.

Að lokum vil ég þakka Jóhanni fyrir skrifin og hvetja hann til þess að gera allt sem hann getur til þess að auka skilning forustu Samfylkingarinnar á því að bæta þurfi vegakerfið og það þurfi einnig að gerast utan höfuðborgarsvæðisins. Mjög vaxandi umferð, fjölgun bíla, auknir flutningar vegna mikillar grósku í samfélaginu, allt kallar þetta á betri vegi og hraðari uppbyggingu þeirra. Eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem nú liggur fyrir Alþingi, er mikil áhersla lögð á samgöngumálin. Þau eru í forgangi. Ég hef ekki orðið þess var að forysta Samfylkingarinnar hafi fagnað því sérstaklega...

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli