Frétt

Stakkur 43. tbl. 2006 | 26.10.2006 | 09:12Hvalveiðar og virkjanir

Er samhengi á milli hvalveiða og virkjana? Tvímælalaust. Það hlýtur að vera á valdi ríkis sem telst fullvalda að nýta náttúruauðlindir með hagkvæmum og eðlilegum hætti þegnum sínum til góðs. Dettur Íslendingum í hug að fara og reyna stöðva námugröft þar sem kol eru nýtt? Ekki enn að minnsta kosti. Þar er um að ræða afskipti af náttúrunni sem valdið hefur manntjóni við vinnsluna og mikilli mengun við nýtinguna. Rafmagn og heitt vatn frá virkjunum hafa skipað Íslandi og Íslendingum í þá stöðu að menga mun minna en þau ríki sem nota kol og olíu mun meira en við. Ekki þarf kjarnorkuver til að framleiða orku á Íslandi. Einu sinni var London upplýst að hluta með feiti sem unnin var úr hvölum.

Líkt og gildir um Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarveikjun nú, sem enginn hefur reyndar mótmælt, fyrr en ferðaþjónustan sér færi á því að Orkuveita Reykjavíkur kosti lagningu stíga og auðveldi ferðafólki umferð um Hellisheiði og Hengil, gildir um veiði á hval, að skoða þarf samhengi náttúrunnar. Allir hugsandi menn vita að hvalir eru stórar skepnur enda stærstu spendýr jarðar. Hvalur þarf að éta til að viðhalda sínum stóra skrokk og keppir við útgerðina um allan fisk, þar með talið loðnu, síld og þorsk. Ekki verður um það deilt að hvalir eru glæsileg dýr. Stofnar hafa verið að styrkjast og vísindamenn álíta að hvalastofnar sem heimilað hefur verið að veiða úr þoli vel þá veiði sem leyfð hefur verið.

Það er reyndar umhugsunarvert að stór og mikil ríki eins og Bandaríki Norður Ameríku skuli telja sig þess umkomin að deila á Lýðveldið Ísland fyrir hvalveiðar. Ekkert ríki mun heimila hvalveiðar í svipuðum mæli og BNA. Japan nálgast þau kannski. En á sama tíma og hvalveiðar Íslendinga fara svo fyrir brjóstið á þeim hafa nánast jafn margir hermenn látið lífið í stríðinu í Írak og týndu lífi í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Þá eru ekki taldir þeir sem slasast hafa og eru örkumla, að ekki sé nú talað um þá sem koma heim meiddir á sálinni. Afleiðingar Víetnamstríðsins eru gleymdar að því er best verður séð, en munu minna á sig.

Kannski er það út í hött að bera saman stríð gegn fólki sem þekkir ekkert annað en ofbeldi og ógnarstjórn annars vegar og hvalveiðar hins vegar. Það er vísast rétt. Þótt flest líf hafi tapast fyrir allan stríðsrekstur, sem mannkynssagan greinir frá, réttlætir það ekki þennan samanburð. En skýtur ekki skökku við að meira liggi við að hugsa um velferð hvala en fólks? Þannig hafa mótmælendur virkjana minni áhuga á velferð Íslendinga en því hvort heiðarlönd fái að fjúka óáreitt á haf út eftir því hvernig veðurfar þróast á Íslandi og hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki þurfi að linna afskiptum af því að landið fjúki náttúrulega á haf út. Á landgræðsla rétt á sér?

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli