Frétt

Leiðari 43. tbl. 2006 | 26.10.2006 | 09:10Í byrjun vetrar

Veturinn gekk í garð á laugardaginn. Honum var ekki fagnað með skrúðgöngu líkt og gert er þegar sumarið bankar upp á. Alsiða var þó áður fyrr að tekið var á móti vetri með góðum mat og síðan brugðu menn sér á dansleik. Fastur liður fyrsta vetrardag fyrri tíma. Nú er hún Snorrabúð stekkur í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. En veturinn kemur og það ræðst hvort hann verður mildur eða harður, gjöfull til sjávarins eða ekki. Sem betur fer er það ekki í mannlegu valdi að ákvarða þar um.

Hvað sem tíðarfari á komandi vetri líður fer ekki á milli mála að stormasamt er nú þegar á Alþingi og ekki líkur á að lygni á frekar stuttu þingi í aðdraganda kosninga. Margt ber þar að brunni. Uppljóstranir um leyniþjónustu eða ekki leyniþjónustu kaldastríðsáranna, fórnarlömbum símahlerana fjölgar dag frá degi, hvalveiðar og ríkisútvarpið svo fátt eitt sé nefnt. Þá má ekki gleyma prófkjörum verðandi þingmanna, hvar framboð virðist vel umfram eftirspurn. Reyndar örlar á því ennþá að notast sé við gömlu uppstillingaraðferðina sem kollvarpar gamla máltækinu, að svelti sitjandi kráka.

Tvennt er áberandi í umræðunni um hvalveiðar okkar Íslendinga. Annars vegar hagsmunaátök innlendra aðila, hvar oft hefur verið gripið til haldlítilla raka, og hins vegar dæmalaus hræsni stórþjóða á borð við Bandaríkjamenn, sem drepa árlega þúsundir hvala. Og yfir því steinhalda Bretar (munni) og telja sig hafa efni á siðferðispredikunum í okkar garð; að ógleymdum Áströlum og hinum norrænu vinum okkar Svíum, sem enn eru að naga súra eplið sem þeir bitu óvart í við inngöngu okkar í Alþjóðahvalveiðiráðið. Alþingi Íslendinga samþykkti að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Tímasetning veiðanna nú er mörgum ráðgáta.

Athyglisvert er að í öllu þjarkinu á Alþingi nefnir ekki nokkur sála endurskoðun stjórnarskrárinnar einu orði; mál sem fram til þessa hefur verið talið mikilvægt margra hluta vegna. Þá bólar heldur ekki mikið á fréttum af rannsókninni á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna. Samkeppniseftirlitið kunngerði þó nýverið útreikning sinn á hugsanlegum ávinningi Olíufélagsins af hinu meinta samráði, niðurstaða 2,7 milljarðar. Þar til dómkvaddir menn í málinu hafa aðra sögu að segja. Samkvæmt þeirra útreikningum var ávinningur Olíufélagsins í mesta lagi 1,7 milljarðar ef hann var þá nokkur!

Vel má vera að reiknimeistarar geti leikið sér með þessum hætti. Hitt er deginum ljósara að almenningur kemst ekki upp með slíkar reiknikúnstir þegar kemur að verðtryggðu lánunum sem hækka með hverjum mánuðinum sem líður án þess að fá nokkru þar um ráðið. Yfir því virðist þingheimur ekki bregða svefni.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli