Frétt

mbl.is | 24.10.2006 | 08:55Nágrannar Sementsverksmiðjunnar vilja að hún verði flutt á Grundartanga

Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar í kjölfar þess að íbúar í næsta nágrenni verksmiðjunnar sendu bæjaráði bréf þar sem kvartað var mjög undan hávaða- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúarnir helst að verksmiðjan verði færð á Grundartanga. Á fréttavefnum Skessuhorn kemur fram að í bréfi nágrannanna segir meðal annars: „Það er alveg ótrúlegt hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins eru áberandi, sértaklega að kvöldi dags þegar orðið er hljótt að öðru leyti. Svefnleysi af þessum völdum er þekkt vandamál margra sem búa í grenndinni. Algengar eru líka skothríðir, eins og maður sé staddur í stríðsátakasvæði. Þær standa gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn þeirra verksmiðjumanna er ekki hægt að komast hjá þessu“ segir orðrétt í bréfinu. Þess er getið að skothríðin skapist þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans.

Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram „rekstri stóriðju inni í bænum“ eins og segir í bréfinu. „Við teljum að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vill vera í fremstu röð í umhverfismálum og setur sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun, hávaða- og sjónmengun frá umræddri verksmiðju. Best væri auðvitað að flytja hana frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga. Skorum við á bæjaryfirvöld að gera allt sem mögulegt er til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst“ segir í niðurlagi bréfsins.

Þess má geta að hugmynd íbúanna um flutning verksmiðjunnar til Grundartanga er ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar var til umræðu um miðja síðustu öld lagði Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli