Frétt

mbl.is | 15.02.2002 | 19:22Frönsk andspyrnuhetja látin

Genevieve de Gaulle-Anthonioz, hetja Frakka í baráttu gegn hernámi Þjóðverja í síðari heimstyrjöldinni og frænka Charles de Gaulle, fyrrverandi forseta Frakklands, er látin, 81 árs að aldri. Jacques Chirac, forseti Frakklands, minntist Genevieve og sagði í tilkynningu að hún hefði, með trúfestu sinni og ótakmörkuðu hugrekki orðið tákn franskrar andspyrnu. Genevieve, sem lést í París á fimmtudag eftir langvarandi veikindi, var dóttir Xavier de Gaulle, yngri bróður Charles de Gaulle, sem leiddi frjálsar franskar hersveitir í síðari heimstyrjöldinni og varð fyrsti forseti fimmta lýðveldisins.
Genevieve de Gaulle-Anthonioz, gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna gegn Þjóðverjum og Vichy-stjórninni, en var svikin í hendur nasista árið 1943. Þurfti hún að dvelja í fangabúðum í Ravensbruck við slæman aðbúnað til loka styrjaldarinnar. Kvaðst hún hafa verið niðurlægð og fyrir barðinu á hrottaskap nasista þau tvö ár sem hún dvaldi í búðunum. Lífsreynsla hennar í búðunum, sem hún greindi meðal annars frá í minningum sínum frá styrjaldarárunum, varð til þess að hún hóf að starfa fyrir fátæka. Árið 1958 gekk hún til liðs við Joseph Wresinski\'s-góðgerðarsamtökin, sem síðar urðu að ATD-heimssamtökunum. Hún starfaði einnig á vegum Sameinuðu þjóðanna og átti þátt í því að skipuleggja dag Sþ gegn fátækt árið 1992.

Genevieve gekk einnig til liðs við ríkisstjórn frænda síns og var aðstoðarmaður menningarmálaráðherra um tíma. Þá var hún fyrsta konan til þess að hljóta franska stórriddarakrossinn fyrir hetjudáð árið 1998.

Þrátt fyrir að hún væri dáð fyrir afrek sín í síðari heimstyrjöldinni og fyrir aðstoð við fátæka sagðist hún aldrei hafa litið á sig sem hetju heldur einungis hluta af andspyrnunni.

Mbl.is

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli