Frétt

bb.is | 23.10.2006 | 11:17Frambjóðendur Samfylkingarinnar kynna sig sem einn hóp

Húsfyllir var á frambjóðendafundi Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi á Ísafirði. Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir.
Húsfyllir var á frambjóðendafundi Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi á Ísafirði. Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir.

Fullt var út að dyrum á fundi með frambjóðendum Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi sem haldinn var í Edinborgarhúsinu í gær. Þeir 11 frambjóðendur sem gefa kost á sér í fjögur efstu sætin kynntu sig og stefnumál sín á fundinum og sátu síðan fyrir svörum og ræddu málin við fundarmenn yfir kaffibolla. Á fundinum kom fram að allir frambjóðendurnir ferðast saman um kjördæmið og kynna sig sem einn hóp sem að þeirra sögn er einsdæmi í prófkjörsslag. Frambjóðendurnir hafa verið að ferðast um NV-kjördæmið undanfarnar vikur og eru þessa dagana að heimsækja vinnustaði og spjalla við fólk á Ísafirði í Bolungarvík, Vesturbyggð og Tálknafirði. Kynningarfundur verður í kvöld á Patreksfirði.

Kjördæmisráðið sér um að gefa út kynningarefnið og halda fundi í kjördæminu. Er þetta gert til að lágmarka þann mikla kostnað sem fólk þarf oft að leggja í baráttuna. Með þessu móti tryggja Samfylkingarmenn í NV kjördæmi að fleiri geti tekið þátt í prófkjöri óháð efnahag.

Prófkjörið fer fram um næstu helgi. Þeir sem gefa kost á sér eru: Sveinn Kristinson, bæjarfulltrúi, Akranesi sem gefur kost á sér í 1. sæti. Guðbjartur Hannesson, Skólastjóri, Akranesi gefur kost á sér í 1.-2. sæti. Anna Kristín Gunnarsdóttir, Alþingismaður, Sauðárkróki gefur kost á sér í 1.-2. sæti, Séra Karl Mattíason, fyrrverandi Alþingismaður, Reykjavík gefur kost á sér í 1.-2. sæti, Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði gefur kost á sér í 1.-4. sæti, Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Ísafirði, gefur kost á sér í 2.-3. sæti Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, Bolungarvík, gefur kost á sér í 2.-3. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir, Lektor á Hvanneyri, Snæfellsbæ, gefur kost á sér í 3. sæti Benedikt Bjarnason, nemi við Háskólann á Bifröst, Ísafirði, gefur kost á sér í 3.-4. sæti. Einar Gunnarsson, kennari. Stykkishólmi, gefur kost á sér í 3.-4. sæti. Björn Guðmundsson, smiður, Akranesi, gefur kost á sér í 4. sæti.

Kosið verður á eftirtöldum stöðum, auk þess sem fólk getur sent beiðni á samfylking.is og óskað eftir því að fá kjörgögn send heim til sín. Félagsheimilið á Þingeyri, Miðtún 3 Tálknafirði, Zero á Patreksfirði, Félagsheimilið á Hólmavík, Edinborgarhúsið á Ísafirði,Bjarnarborg á Suðureyri,Verkalýðs- og sjómannaheimilið Bolungarvík.

thelma@bb.isbb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli