Frétt

mbl.is | 23.10.2006 | 08:16Real Madrid hefndi niðurlægingarinnar frá í fyrra

Real Madrid tókst að koma fram hefndum gegn Barcelona fyrir tapið á Bernabeu fyrir ári þegar liðin mættust í höfuðborg Spánar í gær. Real Madrid vann 2:0 en tapið 0:3, fyrir ári var Madrídar-liðinu niðurlæging og ekki bætti úr skák þegar Barcelona bætti um betur síðar á keppnistímabilinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Þá hélt Ronaldinho sýningu en honum var haldið niðri í gær. Leikmenn Real Madrid í sýndu stuðningsmönnum sínum í gær að þeir eru á réttri leið undir handleiðslu Ítalans Fabio Capello sem tók við stjórn liðsins í sumar. Þeir gáfu aldrei þumlung eftir, komust yfir snemma og tókst að halda sjó í rigningunni á Bernabeu. Stuðningsmenn þeirra fór glaðbeittir í burtu.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var einn þeirra leikmanna liðsins sem var vandlega haldið í skefjum og svo fór að Frank Rijkaard skipti Eiði út af á 65. mínútu.

Eiður fékk reyndar eitt besta færi Barcelona á 25. mínútu þegar skot hans fyrir nær opnu marki af markteig fór framhjá. Hann fékk sendingu frá Lionel Messi sem leikið hafði varnarmenn Real Madrid afar grátt.

Barcelona heldur enn forystu í deildinni, hefur 16 stig, jafnmörg og Valencia en er með hagstæðara markahlutfall. Real Madrid færðist hins vegar upp í fjórða sætið og er aðeins tveimur stigum á eftir Katalóníurisanum, sem virðist ekki hafa sömu yfirburði í deildinni og á síðustu leiktíð.

"Stigin eru gríðarlega mikilvæg," sagði Capello, þjálfari Real Madrid í leikslok og var ánægður með spilamennsku sinna manna. "Að þessu sinni lék lið mitt betur en í flestum leikjum til þessa á leiktíðinni. Ég sé framfarir með hverjum leiknum sem líður og það skiptir mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft," sagði Capello ennfremur.

"Ég játa mig sigraðan að þessu sinni en undirstrika að þessi úrslit ráða ekki úrslitum í deildarkeppninni því við erum jafn staðráðnir og áður að verja titilinn," sagði Rijkaard, þjálfari Barcelona.

"Mínir menn lögðu sig fram og gerðu hvað þeir gátu. Þeim tókst ekki að nýta sín færi á meðan leikmönnum Real gekk það betur. Við töpuðum hér að þessu sinni og það er ekkert óvenjulegt því fæstir sækja gull í greipar Real Madrid á Bernabeu," sagði Rijkaard þjálfari ennfremur.

"Við vorum gríðarlega vel einbeittir í þessum leik frá fyrstu mínútu," sagði brasilíski varnarmaðurinn hjá Real Madrid, Roberto Carlos. "Eins og nærri má geta er það alveg stórkostlegt að vinna spænsku meistaranna og Evrópumeistarana í þessu stórkostlega andrúmslofti sem var hér á Bernabeu að þessu sinni," sagði Carlos sem gengið hefur í gegnum súrt og sætt með Real Madridar-liðinu síðustu misseri, sem ekki hafa verið þau sigursælustu í sögu félagsins.

Gulldrengur Madrídarbúa og fyrirliðið liðsins, Raúl, gaf tóninn með marki strax á þriðju mínútu leiksins og ljóst var að heimamenn ætluðu ekki að láta kjöldraga sig. Það gerðist heldur ekki. Lið Real Madrid var lengst af mun sterkari aðilinn í leiknum. Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy bætti síðan um betur þegar hann á 51. mínútu skoraði annað markið, að margra mati verðskuldað. Það kom eftir skyndisókn og góðan undirbúnings Robinho sem var sívinnandi í leiknum og sennilega einn besti leikmaður Real Madrid. Van Nistelrooy hafði nærri því bætt þriðja markinu við einni mínútu síðar en þá fór skot hans í stöng.

Vörn Real Madrid stóðst allar árásir leikmanna Barcelona og heldur þar með uppteknum hætti, en Real-liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni það sem af. Annað var upp á teningnum er Real Madrid-vörnin var sem sigti líkust.

"Það var afar dýrmætt fyrir okkur að skora mark svona snemma leiks því þar fór úr okkur meti skrekkurinn," sagði Iker Casillas, markvörður Real Madrid, sem stóð svo sannarlega fyrir sínu. "Þar með gátum við einbeitt okkur betur en ella."

Leikmenn Real Madrid fetuðu í fótspor ensku meistaranna Chelsea frá því fyrri í vikunni er þeir mættu Barcelona. Leikmenn Real Madrid "pressuðu" leikmenn Barcelona úti um allan völl, gáfu þeim fá færi til þess að byggja upp sóknir og lokuðu fyrir hlaup.

Þremur mínútum fyrir leikslok bjargaði Casilla vel skoti Ronaldinho úr aukaspyrnu. Ljóst var að Barcelona-liðið saknaði mjög framherja síns, Samuels Eto'o sem leikur ekki með liðinu fyrr á næsta ári vegna meiðsla. Hraða hans er sárlega saknað hjá spænsku meisturunum og þótt varamenn liðsins séu engir meðaljónar þá gengur þeim illa að fylla skarð Kamerúnbúans.

David Beckham kom inn á sem varamaður í liði Real Madrid átta mínútum fyrir leikslok þegar Jose Maria Guitierrez var kallaður af velli. Beckham tókst ekki að láta ljós sitt skína á þessum stutta tíma. Hann fékk gult spjald skömmu eftir að hafa komið inn á og virtist kappinn ekki vera í góðu jafnvægi. Haft var eftir honum í ensku fjölmiðlum í gær að langvarandi seta á varamannabekk Real Madridar-liðsins væri farin að pirra hann mjög. Ljóst virðist vera að Beckham á ekki upp á pallborðið hjá Capello þjálfara sem hyggst byggja lið upp í kringum aðra leikmenn.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli