Frétt

mbl.is | 15.02.2002 | 14:16Umhverfisráðherra stefnt vegna úrskurðar um Kárahnjúkavirkjun

Náttúruverndarsamtök hafa ásamt þremur einstaklingum, stefnt umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, og fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, fyrir hönd íslenska ríkisins vegna úrskurðar umhverfisráðherra frá 20. desember sl. þar sem úrskurður Skipulagsstofnunar var felldur úr gildi og fallist á virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka, að því er segir í fréttatilkynningu samtakanna.
Samtökin, ásamt þeim Atla Gíslasyni hrl., Guðmundi Páli Ólafssyni rithöfundi og Ólafi S. Andréssyni lífefnafræðingi, krefjast þess að úrskurður umhverfisráðherra verði felldur úr gildi og ráðherra verði gert að staðfesta úrskurð Skipulagsstofnunar. Til vara er þess krafist að úrskurður umhverfisráðherra verði ómerktur.

Í fréttatilkynningunni segir ennfremur að markmið stefnenda sé ekki aðeins að vernda íslenska náttúru með því að fá úrskurði umhverfisráðherra hnekkt með dómi heldur einnig að verja þau lýðræðislegu réttindi sem almenningi eiga að vera tryggð með lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um aðgengi að upplýsingum, tilskipunum ESB þar um og alþjóðlegum skuldbindingum sem Ísland hefur gengist undir.

Í fréttatilkynningu Náttúruverndarráðs er nánar greint frá rökstuðningi fyrir stefnunni:

Kárahnjúkavirkjun mun valda verulegum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem ekki verða fyrirbyggð eða bætt með mótvægisaðgerðum. Umhverfisráðherra var því lögskylt að leggjast gegn framkvæmdinni og staðfesta úrskurð Skipulagsstofnunar.
Stór hluti þess afls sem fyrirhuguð Kárahnjúkavirkjun á að skila í upphafi mun fyrirsjáanlega þverra vegna setmyndunar í Hálslóni. Virkjunin uppfyllir því ekki skilyrði um endurnýjanlega orku líkt og kveðið er á um í \"íslenska ákvæðinu\" við Kyoto-bókunina.
Umhverfisráðherra bar að víkja sæti sökum vanhæfis þar eð hún var bundin af virkjunarstefnu ríkisstjórnarinnar og hún líkt og aðrir ráðherrar hafði tekið afstöðu með Kárahnjúkavirkjun áður en málið kom til úrskurðar hennar í Noral-yfirlýsingunum og öðrum opinberum skjölum.
Umhverfisráðherra virti hvorki andmæla- né upplýsingarétt stefnenda og braut jafnræðisreglu stjórnsýslu þrátt fyrir skýr fyrirmæli í íslenskum lögum og samsvarandi tilskipunum EB.
Ráðherra skorti lagaheimild til að taka á móti og afla umfangsmikilla nýrra gagna og byggja úrskurð sinn á þeim. Einungis var fjallað um og úrskurðað um veigamikil efnisatriði á einu stjórnsýslustigi (kærustigi) andstætt lögum um umhverfismat og stjórnsýslu. Bar umhverfisráðherra því að vísa málinu til meðferðar Skipulagsstofnunar á nýjan leik.
Umhverfisráðherra hafnaði meginforsendu og niðurstöðu Landsvirkjunar í skýrslu um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar, að efnahagslegur ávinningur virkjunarinnar vægi upp umtalsverð umhverfisáhrif og kannaði ekki efnahagslegar forsendur virkjunarinnar. Þannig hafði ráðherra ólögmæt endaskipti á meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi.
Umhverfisráðherra vanrækti þá lagalegu skyldu sína að taka á og fella rökstuddan úrskurð um kröfur og sjónarmið stefnenda, þrátt fyrir fyrirheit um efnisúrlausn. Virti hún þannig lögbundinn lýðræðislegan rétt kærenda að vettugi.

Mbl.is

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli