Frétt

bb.is | 20.10.2006 | 16:46Samþykkt að breyta götunöfnum í svonefndu Lundahverfi

Ekki verður hægt að kalla þetta hverfi Lundahverfi mikið lengur.
Ekki verður hægt að kalla þetta hverfi Lundahverfi mikið lengur.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu Í-listans um að götunöfnum í hverfi því sem hingað til hefur verið kallað Lundahverfi verði breytt þannig að þau taki mið af sögu og landsháttum hverfisins. Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum gegn tveimur, en þau Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Svanlaug Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, kusu gegn tillögunni og gerðu grein fyrir atkvæðum sínum í bókun. „Á síðastliðnu kjörtímabili var farið í könnun og samkeppni um götunöfn í Lundahverfi. Margar tillögur komu inn og sitt sýndist hverjum um þau nöfn sem bárust í þá samkeppni. Umhverfisnefnd lagði í talsverða vinnu við samkeppnina og úrvinnslu eftir hana. Sátt var um það í nefndinni að leggja fram tillögur að núverandi götunöfnum. Tillaga umhverfisnefndar var síðan samþykkt í bæjarstjórn. Því telja undirritaðir að það séu mistök að breyta nöfnunum vegna þess að sumir bæjarfulltrúar telja nöfnin ekki við hæfi. Undirritaðir telja að breytingar á núverandi götunöfnum skapi rugling og óþarfa kostnað hjá sveitarfélaginu. Því greiða undirritaðir ekki atkvæði með tillögunni.“

Velja á tvo fulltrúa til að velja heppileg nöfn á göturnar í samræmi við áðurnefnd markmið. Lagt var til í greinargerð með tillögu Í-listans að göturnar sem nú eru kenndar við lundi (Furulundur, Hnotulundur o.s.frv.) verði þess í stað kenndar við tungur (Aratunga, Klambratunga o.s.frv.). Bent er á að göturnar í nýja hverfinu séu í landi jarðarinnar Tungu, og segir að það að láta þær taka nafn af skógarlundum séu hvorki í andi sögulegrar né náttúrulegrar hefðar á svæðinu. Í greinargerðinni segir m.a.:

„Dæmi eru um að götunöfnum hafi verið breytt, og má þar nefna þvergöturnar um miðja Skutulsfjarðareyri sem áður hétu Steinsteypuhúsagata, Templaragata og Bankagata á Ísafirði voru endurskírðar á þriðja áratug síðustu aldar og fengu þá hin ágætu nöfn: Sólgata, Hrannargata og Mánagata. Nú hefur það gerst að götur í nýju hverfi í Skutulsfirði sem lagðar hafa verið í landi jarðarinnar Tungu hafa verið látnar taka nöfn af skógarlundum og með forskeyti hinna ýmsu trjá og runnategunda. Þessar nafngiftir eru hvorki í anda sögulegrar né náttúrulegrar hefðar á þessu landi. Á túnum og sléttum jarðarinnar Tungu hafa ekki verið skógar eða skógarlundir um margar aldir (ef þeir hafa nokkurntímann verið þar). Jörðin Tunga er hinsvegar ævagamalt höfuðból í Skutulsfirði, jafnvel landnámsjörð. Þar var þingstaður Eyrarhrepps á 17. og 18. öld og örnefni því tengt, Þinghóll er þar.“

Þá eru nokkrar tillögur að finna um breytt götunöfn:

Aratunga, Akurtunga, Ártunga, Ástunga,
Birkitunga, Berjatunga, Bræðratunga,
Daltunga, Deildartunga, Desjatunga,
Engjatunga, Efritunga,
Fagratunga, Fífutunga, Fremritunga, Fjörutunga,
Grænatunga, Grastunga, Giltunga (Giljatunga),
Hjallatunga, Hamratunga, Hreggtunga,
Iðatunga, Innri-tunga,
Jökultunga,
Klettatunga, Kljátunga, Klambratunga, Kolviðartunga,
Lyngtunga, Ljártunga,
Mótunga, Markartunga, Mýrartunga,
Neðritunga, Nóntunga, Næfurtunga,
Óstunga,
Rjóðurtunga, Rofatunga, Rauðstunga,
Startunga, Staðartunga, Seljatunga, Sjávartunga (Sætunga), Steinatunga,
Teigatunga, Tindatunga,
Urðartunga,
Vallartunga, Víðitunga,
Ytritunga, Yrðlingatunga,
Þreskitunga, Þúfutunga, Þingtunga,
Öxartunga, Öldutunga.“

eirikur@bb.is


bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli