Frétt

mbl.is | 20.10.2006 | 15:16Treysta þarf sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið, segir forsætisráðherra

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í ræðu á ársfundi LÍÚ að meiri friður ríki nú um fiskveiðistjórnarmálin en oft áður. „Þær efnahagslegu aðstæður sem nú ríkja eru sjávarútveginum hagstæðar og gefa fyrirtækjunum færi á að eflast og bæta kjör þeirra sem í greininni starfa. Réttur okkar til sjálfbærrar auðlindanýtingar innan fiskveiðilögsögunnar er ótvíræður og frumkvæði íslenskra stjórnvalda í baráttu gegn ólöglegum veiðum á nytjastofnum í nágrenni við Ísland hefur vakið athygli víða um heim og borið sýnilegan árangur."

Núverandi kvótakerfi hefur sannað gildi sitt. Það hefur leitt til bæði ábyrgrar og hagkvæmrar nýtingar auðlindarinnar. Með upptöku auðlindagjaldsins á sínum tíma var einnig séð til þess að útgerðarmenn greiddu rentu til þjóðarinnar fyrir afnot af auðlindinni. Brýnasta verkefnið er að treysta þá sátt sem er um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Eyða þarf enn frekar óvissu um réttarstöðu útgerðarmanna, þannig að ljóst liggi fyrir að réttindi þau sem þeir nú kaupa á markaði muni ekki á einni nóttu verða af þeim tekin.

Með þeim hætti skapast traustari rekstrarforsendur, útgerðirnar geta skipulagt rekstur sinn til lengri tíma.

Jafnframt stuðlar slíkt að enn ábyrgari umgengni um auðlindina. Þótt stjórnvöld hafi hlutverki að gegna við stýringu þá er ábyrgð þeirra sem í greininni starfa ekki síður ljós. Nú þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er komið í fastar skorður og stjórnvöld stýra veiðunum ekki lengur með handafli vex ábyrgð útgerðarmanna að hugsa til langs tíma þeim sjálfum og öllum landsmönnum til hagsbóta.

Stjórnvöld verða líka að vera vakandi fyrir því að draga úr ýmsum aukaverkunum kvótakerfisins. Í því felst að leita leiða til að aðrir atvinnumöguleikar skapist þar sem fiskveiðikvóti er ekki lengur fyrir hendi. Því má þó ekki gleyma að landið er í vaxandi mæli eitt atvinnusvæði. Þótt útgerð starfi í Reykjavík, getur áhöfnin komið frá öllum landshornum. Ég myndi líka vilja höfða til ábyrgðar útgerðarmanna sjálfra, sem ráða yfir kvótanum, að þeir leiti leiða til þess að dreifa starfseminni sem víðast um landið. Þannig munu þeir starfa í meiri sátt við almenning og byggðir landsins."

Geri kom inn á nýja ákvörðun um að heimila hvalveiðar í ræðu sinni. „Þótt tillit til umhverfisins sé Íslendingum í blóð borið hafa þeir jafnframt staðið vörð um rétt sinn til að nýta auðlindir hafsins. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem kynnt var fyrr í vikunni um að leyfa á ný takmarkaðar hvalveiðar til viðbótar við áður ákveðnar vísindaveiðar er í samræmi við þetta.

Leyft verður að veiða allt að 9 langreyðar og 30 hrefnur á yfirstandandi fiskveiðiári. Ástand beggja stofna er gott og deila vísindamenn ekki um það. Hugtakið sjálfbær nýting nær til allra sjávarlífvera og það myndi til lengdar raska nýtingarmöguleikum okkar í efnahagslögsögunni, m.a. hvað varðar hefðbundna nytjastofna, ef hvalir væru undanskildir.

Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegsgeiranum hafa verið að hasla sér völl víða erlendis. Gjarnan er um það að ræða að við komum á framfæri tæknikunnáttu okkar við veiðar og vinnslu. Þar eru miklir ónýttir möguleikar, ekki síst í Asíuríkjum. Má nefna í því sambandi að verið er að kanna möguleika á fríverslunarsamningi við Kína. Hér munu því bjóðast í auknum mæli áhugaverð störf fyrir ungt fólk sem vill spreyta sig á erlendri grund en nýta um leið það sem við Íslendingar kunnum best," sagði Geir.

Forsætisráðherra talaði um þær breytingar sem átt hafa sér stað í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum og tækifæri í framtíðinni. Segir hann að það séu mörg tækifæri í sjávarútvegi þótt ekki sé endilega verið að tala um hefðbundin störf á sjó eða við fiskvinnslu í landi.

„Ég get nefnt sem dæmi hvalaskoðun sem dafnar nú víða um land sem hluti ferðaþjónustu eða veitingahúsarekstur sem sérhæfir sig í matreiðslu sjávarfangs. Þótt hlutur sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum hafi minnkað, er ekkert sem bendir til að við munum ekki áfram skilgreina okkur sem sjávarútvegsþjóð þótt merkingin þróist í takt við tímann."

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli