Frétt

mbl.is | 20.10.2006 | 11:55Segir ekkert skaða ímynd Íslands í Bretlandi meira en ákvörðun um hvalveiðar

Clive Stacey, framkvæmdastjóri og einn af eigendum bresku ferðaheildsölunnar Discover the World, segir að ekkert geti skaðað ímynd Íslands í Bretlandi meira en sú ákvörðun að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendir frá sér eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að draga ákvörðunina til baka. 7.500 til 9.000 ferðamenn koma til landsins á vegum fyrirtækisins á hverju ári, fleiri en frá nokkru öðru fyrirtæki. Í fréttatilkynningu segir að það skjóti skökku við að Íslendingar ákveði að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni tveimur dögum eftir að þeir setji herferðina „Iceland Naturally“ í gang, þar sem herferðin miði að því að leggja áherslu á Ísland sem land þar sem íbúarnir lifi í sátt og samlyndi við náttúruna.

„Fyrir mörgum Bretum eru hvalir táknrænir fyrir allt það sem er svo töfrandi og spennandi við náttúruna, og þeim finnst hvalveiðar einfaldlega viðbjóðslegar. Þetta er samt fólkið sem íslensk stjórnvöld eru að reyna að fá til þess að kaupa íslenska framleiðslu og til þess að heimsækja landið,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir: „Ég get ekki hugsað mér neitt sem skaðar ímynd Íslands í Bretlandi meira en sú ákvörðun að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Ef Kristjáni Loftssyni tekst að finna og drepa langreyði verða myndir af slátruninni sýndar út um allan heim - og það er öruggt að þeim myndum fylgja ekki jákvæðar umfjallanir um Ísland. Meira að segja núna, áður en nokkur hvalur hefur verið drepinn, hefur málið vakið mikla neikvæða athygli í fjölmiðlum, meðal annars í dagblaðinu Guardian (sem 1,3 milljónir manna lesa daglega) og á heimasíðu þess www.guardian.co.uk (sem rúmlega 10 milljónir heimsækja í hverjum mánuði).“

„Afstaða okkar er skýr: Discover the World mótmælir harðlega ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni vegna þess að við teljum að ákvörðunin sé óásættanleg í augum flestra viðskiptavina okkar, auk þess sem hún er óþörf og skaðar ímynd Íslendinga sem nútímalegrar og upplýstrar þjóðar. Sem einn af eigendum heimsins stærstu ferðaskrifstofu sem skipuleggur ferðir til Íslands hef ég varið gríðarlegum tíma í að auglýsa landið og ég er því sorgmæddur og vonsvikinn yfir þessari ákvörðun. Að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju er illa ígrunduð ákvörðun sem mun valda íslenskum efnahagi ómældum skaða. Við vonum að jafnvel á þessu stigi málsins sé hægt að halda velli og kalla bátana aftur í land.“

„Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir engu máli hvort menn séu á móti hvalveiðum eða ekki því þessi ákvörðun er slæm fyrir ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.“

Undir fréttatilkynninguna skrifar Clive Stacey framkvæmdastjóri Discover the World.

Í fréttatilkynningunni segir að síðar í dag verði opnaður sérstakur umræðuvefur á heimasíðu Discover the World þar sem fólk getur tjáð sig um ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli