Frétt

Sigurjón Þórðarson | 20.10.2006 | 09:11Einar Oddur hræðir Vestfirðinga til að ná tökum á verðbólgunni

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Á Íslandi geisar nú tvisvar sinnum meiri verðbólga en stjórnvöld gerðu ráð fyrir. Afleiðingin er sú að verulega þrengir að heimilum landsmanna og þá sérstaklega þeim sem hafa tekið dýr yfirdráttarlán með liðlega 23% vöxtum. Þetta efnahagsástand kemur fáum á óvart nema ef til vill stjórnarliðum en ríkisstjórnin var vöruð við þrásinnis á umliðnum misserum að það þyrfti að gæta meira aðhalds í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin aðhafðist nákvæmlega ekki neitt fyrr en á miðju sumri þegar hún boðaði annars vegar afnám 90 % kosningaloforða Framsóknarflokksins og hins vegar að aflýsa eða fresta ótímabundið framkvæmdum á vegum ríkisins.

Okkur í Frjálslynda flokknum fannst þetta æði undarlegar ráðstafanir þar sem stöðvun framkvæmda bitnaði nær eingöngu á landsvæðum þar sem ekki var neina þenslu að finna s.s. á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Einnig lýstu aðgerðirnar algjöru fyrirhyggjuleysi stjórnvalda og hringlandahætti þar sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur lækkuðu hámarkslán Íbúðarlánasjóðs sem þeir höfðu hækkað þremur mánuðum fyrr. Einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, Einar Oddur Kristjánsson, hefur haldið því blákalt fram úr ræðustóli á Alþingi að það hafi verið mjög vel heppnuð aðgerð, að aflýsa öllum vegaframkvæmdum á Vestfjörðum um óákveðinn tíma til þess að breyta væntingum samfélagsins.

Í umræðu lýsti hann því yfir að með því að slá á væntingar um vegagerð á Vestfjörðum þá hefði náðst að slá á væntingar og þar af leiðandi þenslu í efnahagslífinu. Jafnframt lýsti Einar Oddur því yfir að umrædd sálræn aðgerð ríkisstjórnarinnar, hefði ekki haft nein einustu áhrif á vegagerð á Vestfjörðum, ekki einn einasta sentimetra. Það er rétt að spurt sé í framhaldinu hver áhrif þessarar brellu Sjálfstæðisflokksins hafi verið á væntingar Vestfirðinga fyrst það er mat ríkisstjórnarinnar að sýndaraðgerðin kennd við Haarde hafi náð tilætluðum áhrifum til þess að ná tökum á efnahagslífi þjóðarinnar? Nú eftir að sýndarstöðvuninni er lokið þá boða stjórnvöld að að fara eigi í stórátak og tvöfalda fé til vegagerðar.

Ef eitthvað er bull þá er framangreindur málflutningur Sjálfstæðismanna bull að það hafi náðst að ná tökum á verðbólgunni með því að draga kjarkinn úr Vestfirðingum.. Það skiptir verulega miklu máli að þjóðin losni við vitleysisumræðu sem þessa um samgöngu- og efnahagsmál. Frjálslyndi flokkurinn boðar ábyrga stefnu efnahags- og samgöngumálum þar sem stórframkvæmdir og lánsloforð eru ekki boðaðar fyrir kosningar og blásnar af eftir kosningar og síðan endurlofað fjórum árum síðar.

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli