Frétt

bb.is | 14.02.2002 | 15:57„Afnám veiðikerfisins hefur haft gríðarleg áhrif á Vestfjörðum“

Á fundi Eldingar, félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, sem haldinn var í dag var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þann 1. september sl. var fellt úr gildi þorskaflahámarkskerfi krókabáta. Veiðikerfi þetta reyndist með eindæmum vel og er í því mikil eftirsjá. Elding, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, barðist gegn afnámi veiðikerfisins en varð að játa sig sigraða. Baráttu Eldingar lögðu margir hér fyrir vestan lið og má þar nefna bæjar- og sveitarstjórnir.
Afnám kerfisins hefur haft gríðarleg áhrif á Vestfjörðum. Línuútgerð er nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár. Erfiðleikar einstakra útgerða og þjónustuaðila hafa fylgt í kjölfarið samfara atvinnuleysi hjá verkafólki og sjómönnum.

Á fundi Eldingar í dag var þessi alvarlega staða rædd. Stjórn Eldingar var einhuga um að berjast fyrir breytingu á lögum um stjórn fiskveiða þannig að línuveiðar dagróðrabáta mundu njóta ívilnunar umfram önnur veiðarfæri. Þannig mætti hugsa sér að afli þessara báta teldist ekki að fullu til kvóta, 80% yrði fært sem frádrag frá úthlutuðu aflamarki eða krókaaflamarki. Stjórn Eldingar er sannfærð um að yrði þessi tillaga að lögum myndi línuútgerð á Vestfjörðum aftur fara að dafna og atvinnulíf henni samfara ná betri stöðu.

Auk þess er tillagan mjög í anda þess að auka framboð á ferskum fiski og minnka ásókn í stærsta fiskinn. Efling línuveiða í strandbyggðum landsins er öflugasta átak sem hægt er að gera til viðhalds byggðar í sjávarbyggðum Íslands. Efling línuveiða er tvímælalaust framlag til betri umgengni um auðlindina.“

Síðan segir: „Stjórn Eldingar óskar eftir liðsinni við tillöguna. Því er brýnt að handhafar þessa bréfs (sem sent var til stjórnmálaafla sem bjóða fram til bæjar- og sveitarstjórna á Vestfjörðum 2002) lýsi stuðningi við hana. Ekki síst er þetta brýnt vegna lítt vinveittrar byggðaáætlunar sem nýverið var kynnt. Vestfirðingum var nánast sagt að éta það sem úti frýs.“

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli