Frétt

bb.is | 14.02.2002 | 15:01„Óþolandi mismunun milli landsbyggðar og Reykjavíkur“

Póllinn hf. á Ísafirði.
Póllinn hf. á Ísafirði.
Heilbrigðisskoðun vegna atvinnuleyfis útlendinga kostar tæpar 20 þúsund krónur á Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ en á lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur er ekkert gjald tekið fyrir slíka skoðun. Telur Sævar Óskarsson, framkvæmdarstjóri Pólsins á Ísafirði, að þarna sé um óþolandi mismunun að ræða og segir ekkert réttlæti í því að fyrirtæki á landsbyggðinni eða erlendir starfsmenn þeirra séu skattlagðir sérstaklega þegar aðilar með starfsemi á suðvestursvæðinu fái þessa þjónustu greidda af skattpeningum allra landsmanna.
Segir Sævar að Póllinn hafi ráðið til sín tékkneskan rafeindavirkja er hóf störf hjá fyrirtækinu í byrjun janúar. Hafi síðan verið unnið að því að afla tilskilinna leyfa fyrir manninn, en meðal þess sem atvinnurekandi þarf að leggja fram er íslenskt læknisvottorð, en það er samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins og það þegar eftir komu útlendingsins til landsins. Fór hinn tékkneski starfsmaður Pólsins því í heilbrigðisskoðun hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ 8. janúar sl. og segist Sævar hafa greitt fyrir það möglunarlaust reikning upp á kr. 19.822 enda sé þar veitt fyrsta flokks þjónusta og ekkert yfir fagmennsku og viðmóti þar að kvarta.

Hann sagðist þó hafa heyrt af því að í Reykjavík, nánar tiltekið hjá Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, væri þessi þjónusta veitt mönnum að kostnaðarlausu. Þar sem honum þótti þessi mismunur með ólíkindum og gæti varla staðist, hringdi hann í umrædda heilsugæslustöð og óskaði eftir upplýsingum um gjald fyrir heilbrigðisskoðun útlending vegna atvinnuleyfis. Spurði hann nákvæmlega eftir því hvað væri innifalið í skoðuninni og segir að það hafi allt passað við þá ágætu þjónustu sem fékkst á Ísafirði. Þegar hann spurði svo hvað væri greitt fyrir þetta, þá var svarið: „Ekki neitt“.

Í framhaldi af símtalinu hafði Sævar samband við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ og spurði hvort gjaldheimtan þar gæti staðist. Starfsfólkið sagði sem von var að því væri uppálagt að innheimta fyrir þessa þjónustu og var fyrirspurnin þá borin upp við framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofunarinnar. Var hann hissa á að þessi mismunur væri milli stofnana og sagðist munu senda erindi til heilbrigðisráðuneytisins um hverju þetta sætti. Sævar segir að þegar ekkert hafði heyrst af málinu um nokkrun tíma, hafi hann fyrir hönd Pólsins sent framkvæmdarstjóranum tölvupóst þar sem óskað var eftir endurgreiðslu reikninga vegna umræddrar heilbrigðisskoðunar, enda væri staðreynd að sama þjónusta væri veitt annars staðar frítt. Fékk hann þau svör að skv. þeim upplýsingum sem fyrir lægju hjá stofnuninni væri ekki annað séð en að rétt hefði verið staðið að málum vegna þessarar skoðunar og því væri beiðni um endurgreiðslu hafnað. Var Sævari jafnframt bent á að beina fyrirspurnum sínum til Vinnumálastofnunar félagsmálaráðuneytisins.

Sævar segir fyrirtækið ekki hafa sett fram kröfu um endurgreiðslu vegna þess að um háar fjárhæðir væri að ræða, heldur vegna þess að hér væri um óþolandi mismunun og aðstöðumun að ræða. Nóg væri fyrir af aukakostnaði sem legðist á atvinnureksturinn á landsbyggðinni, þó að heilbrigðisstofnanirnar færu ekki að taka upp misjafna álagningu eftir því hvar á landinu þær eru staðsettar. „Kannski er þetta einn angi byggðastefnunar, að við sem erum búsett á landsbyggðinni verðum að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu þeirra sem komnir eru í „sæluríkið“. Ef það er raunin þá líður mér strax betur og hef þá gert a.m.k. eitt góðverk þann 8. janúar síðastliðinn“, sagði Sævar að lokum.

Hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að umrædd þjónusta væri veitt endurgjaldslaust á lungna- og berkladeild samkvæmt sérstökum samning við Landlækni og heilbrigðisráðuneytið. Á öðrum heilsugæslustöðum í Reykjavík og á landsbyggðinni þyrfti hins vegar að greiða fyrir þjónustuna.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli