Frétt

bb.is | 18.10.2006 | 07:15Vilja breyta götunöfnum í svonefndu Lundahverfi

Hverfið sem hingað til hefur verið kallað Lundahverfi.
Hverfið sem hingað til hefur verið kallað Lundahverfi.

Bæjarfulltrúar Í-listans hyggjast leggja til að götunöfnum í hverfi því sem kallað hefur verið Lundahverfi, verði breytt „þannig að þau taki mið af sögu og landsháttum hverfisins“, líkt og segir í tillögunni. Vill Í-listinn að tveir fulltrúar verði valdir til að velja heppileg nöfn á göturnar í samræmi við þessi markmið. Lagt er til að göturnar sem nú eru kenndar við lundi (Furulundur, Hnotulundur o.s.frv.) verði þess í stað kenndar við tungur (Aratunga, Klambratunga o.s.frv.). Í greinargerð sem fylgir tillögunni er vísað til þess að dæmi séu til um að götunöfnum hafi verið breytt, og að á Ísafirði hafi Steinsteypuhúsagata, Templaragata og Bankagata verið endurskírðar Sólgata, Hrannargata og Mánagata á þriðja áratug síðustu aldar. Bent er á að göturnar í nýja hverfinu séu í landi jarðarinnar Tungu, og segir að það að láta þær taka nafn af skógarlundum séu hvorki í andi sögulegrar né náttúrulegrar hefðar á svæðinu. Tillögurnar verða lagðar fyrir fund bæjarstjórnar á fimmtudag. Greinargerðin með tillögunum fylgir hér að neðan ásamt tillögum að götuheitum:

„Götunöfn eru áberandi örnefni í þéttbýli. Götunöfn á Ísafirði, Hnífsdal og í bæjum Vestur-Ísafjarðarsýslu; Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, falla vel að nafnahefð, landsháttum og atvinnuþróun hér á landi. Þéttbýli óx upp í kjölfar vaxandi umsvifa í verslun og útgerð kringum aldamótin 1900 og með vélvæðingu bátaflotans á 20. öld. Götunöfn eins og Hafnarstræti, Fjarðarstræti, Hafnargata, Fjarðargata, Aðalstræti og Aðalgata eru orðin klassísk í íslensku þéttbýli. Nöfn eins og Túngata, Öldugata, Eyrargata, Skipagata og Skólagata finnast í mörgum sjávarþorpum og bæjum. Önnur nöfn eins og Brimnesvegur, Bakkavegur og Brautarholt taka mið af örnefnum sem til staðar voru á viðkomandi stöðum. Dæmi eru um að götunöfnum hafi verið breytt, og má þar nefna þvergöturnar um miðja Skutulsfjarðareyri sem áður hétu Steinsteypuhúsagata, Templaragata og Bankagata á Ísafirði voru endurskírðar á þriðja áratug síðustu aldar og fengu þá hin ágætu nöfn: Sólgata, Hrannargata og Mánagata.

Nú hefur það gerst að götur í nýju hverfi í Skutulsfirði sem lagðar hafa verið í landi jarðarinnar Tungu hafa verið látnar taka nöfn af skógarlundum og með forskeyti hinna ýmsu trjá og runnategunda. Þessar nafngiftir eru hvorki í anda sögulegrar né náttúrulegrar hefðar á þessu landi. Á túnum og sléttum jarðarinnar Tungu hafa ekki verið skógar eða skógarlundir um margar aldir (ef þeir hafa nokkurntímann verið þar). Jörðin Tunga er hinsvegar ævagamalt höfuðból í Skutulsfirði, jafnvel landnámsjörð. Þar var þingstaður Eyrarhrepps á 17. og 18. öld og örnefni því tengt, Þinghóll er þar.
Af þessari ástæðu er lagt til að götunöfn á þessu svæði taki mið af nafni jarðarinnar Tungu og forskeyti taki mið af landsháttum, búnaðarháttum, náttúrufari og sögu jarðarinnar.

Hér koma nokkur dæmi um nöfn sem hæft gætu götum í þessu nýja hverfi og fallið að markmiðum tillögunnar:

Aratunga, Akurtunga, Ártunga, Ástunga,
Birkitunga, Berjatunga, Bræðratunga,
Daltunga, Deildartunga, Desjatunga,
Engjatunga, Efritunga,
Fagratunga, Fífutunga, Fremritunga, Fjörutunga,
Grænatunga, Grastunga, Giltunga (Giljatunga),
Hjallatunga, Hamratunga, Hreggtunga,
Iðatunga, Innri-tunga,
Jökultunga,
Klettatunga, Kljátunga, Klambratunga, Kolviðartunga,
Lyngtunga, Ljártunga,
Mótunga, Markartunga, Mýrartunga,
Neðritunga, Nóntunga, Næfurtunga,
Óstunga,
Rjóðurtunga, Rofatunga, Rauðstunga,
Startunga, Staðartunga, Seljatunga, Sjávartunga (Sætunga), Steinatunga,
Teigatunga, Tindatunga,
Urðartunga,
Vallartunga, Víðitunga,
Ytritunga, Yrðlingatunga,
Þreskitunga, Þúfutunga, Þingtunga,
Öxartunga, Öldutunga.“

eirikur@bb.isbb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli