Frétt

Stakkur 42. tbl. 2006 | 19.10.2006 | 08:00Innflytjendur – ógn eða tækifæri?

Íslendingar hafa upplifað gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar á nýhafinni öld. Íbúum hefur fjölgað mun meira en spár gerðu ráð fyrir. Miklar framkvæmdir tengjast stóriðju og samfara því hefur bygging íbúðarhúsnæðis tekið mikinn kipp, einkum í Reykjavík, en þar og í nágrenninu býr mikill meirihluti landsmanna. Þessar miklu framkvæmdir og afar lítið atvinnuleysi á Íslandi hafa kallað á vinnuafl frá útlöndum. Í framhaldinu hafa útlendingar flykkst til landsins og eiga sinn stóra þátt í mikilli fólksfjölgun, sem hefur í för með sér að mörg ný verkefni þarf að leysa.

Mikill innflutningur erlends vinnuafls til Íslands hefur mörg ný vandamál í för með sér. Nýtt fólk, sem býr að annars konar menningu en við sem erum fædd hér eigum að venjast, getur átt erfitt með aðlögun að því samfélagi sem hefur þrifist á Íslandi. Ólík trúarbrögð geta aukið á vanda sem fylgir aðlögun og samskiptum. Trúfrelsi á Íslandi er tryggt í stjórnarskrá lýðveldisins. Á Íslandi nýtur þjóðkirkjan, hin evangeliska lúterska kirkja, stjórnarskrárbundinnar sérstöðu. Sú spurning hlýtur að vakna hvort fjölþjóðlegt yfirbragð samfélagsins, sem mun án nokkurs efa aukast verulega á næstu árum, kalli ekki á breytta stöðu núverandi þjóðkirkju þannig að hún standi jafnfætis öðrum trúfélögum. Þá gerist sú spurning áleitin, hvort við hæfi sé að í upplýstu samfélagi 21. aldar hafi trúfélög umboð frá ríkisvaldinu til að veita borgaraleg réttindi eins og þau er fylgja hjúskap. En á Íslandi fylgja honum fyrst og fremst borgaralegur réttur og borgaralegar skyldur. Sú tíð er liðin að kirkjan á Íslandi var valdastofnun, er í krafti trúar stýrði samfélaginu að miklu leyti og átti fulltrúa á hinu eldra Alþingi.

Ef til vill finnst mörgum það sjálfsagður þáttur í íslensku þjóðfélagi að mörg ólík trúfélög geti í krafti skráningar hjá dómsmálaráðuneytinu deilt út borgaralegum rétti og skyldu. Hitt sýnist eðlilegra að fólk ræki trú sína óháð ríkisvaldinu og geti í skjóli hennar fengið sína trúarlegu blessun. Vart verður sérstaða einnar trúar fallin til þess að stuðla að lýtalausri sambúð ólíkra hópa sem tilheyra ólíkum trúfélögum og ólíkum menningararfi.

Einnig er brýnt að gera innflytjendum kleift að skilja íslenska löggjöf og grunn samfélagsins. Það mun ekki gefast vel að láta af þeim grunni er samfélag á Íslandi byggir á. Ríkisborgararéttur virðist auðsóttur á Íslandi og þrátt fyrir hugmyndir manna um að kunnátta í íslensku sé æskileg og nauðsynleg eru allt of margir innflytjendur illa að sér í tungumálinu og það er vart fyrr en kemur að annarri kynslóð eða jafnvel þeirri þriðju að það vandamál hverfi. Íslenskt mál er undirstaða góðrar sambúðar innflytjenda og hins stóra hóps Íslendinga sem er hér upp runninn. Takist vel til eru tækifærin ærin. Ella má búast við sams konar vandamálum og nágrannaríki okkar eru að fást við nú.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli