Frétt

bb.is | 17.10.2006 | 14:50Hefur enga byggingu reist í Þernuvík

Engin bygging hefur risið í Þernuvík, en þarna má sjá gestahús á heyvagni sem er með öllu óreist.
Engin bygging hefur risið í Þernuvík, en þarna má sjá gestahús á heyvagni sem er með öllu óreist.

Guðmundur Jakobsson, lóðareigandi í Þernuvík, segist ekki hafa reist neina byggingu við sumarhús sitt í Þernuvík, en honum barst á dögunum ábyrgðarbréf frá byggingarfulltrúa Súðavíkurhrepps þar sem honum var fyrirskipað að stöðva byggingarframkvæmdir þá þegar. Hugðist Guðmundur ekki gera mikið úr málinu en þegar frétt birtist á bb.is þótti honum réttast að leiðrétta þennan misskilning í bréfi sem birtist hér að neðan. Þar segir meðal annars að þó Guðmundur hafi ekki reist neina byggingu enn hafi hann fest kaup á gestahúsi og fengið lánaðan heyvagn frá Látrum í Mjóafirði til að koma því á áfangastað. „Furðulegast er, að þegar mér barst í hendur áðurnefnt bréf úr Súðavík, var umrætt gestahús enn á hlaðinu á Látrum. Ég hafði ekki ætlað mér að setja það upp fyrr en eftir að hafa fengið til þess nauðsynleg leyfi.“ Þá bendir Guðmundur einnig á að hann tengist ekkert þeim vegavinnuskúr sem stendur á svæðinu og sagt var frá á bb.is og mun hann vera inni á annarri lóð en hans.

Pistill Guðmundar fer hér á eftir:

Grettukeppnin

Það var eitt sinn haldin grettukeppni, með fjölda þátttakenda. Þeir komu einn af öðrum úr salnum og upp á pall og fóru svo niður aftur. Þegar allir höfðu lokið atriðum sínum var dómnefndin ekki í nokkrum vafa um sigurvegarann. Það skyldi vera ónefnd kona næst sviðinu, og það var tilkynnt formlega, með alla ljóskastara á henni. En sú kom gjörsamlega af fjöllum og hrópaði í angist sinni: „Já, en ég var ekki með.“ Hún var sumsé áhorfandi, en bara svona asskoti ljót, greyið.

Mér datt þessi gamla saga í hug þegar ég fékk eftirfarandi bréf á dögunum frá Byggingafulltrúa Súðavíkurhrepps, og það í ábyrgð, vel að merkja:

Herra Guðmundur Jakobsson
Skólastíg 22
415 BOLUNGARVÍK

Varðar óleyfilega byggingu í Þernuvík.

Undirrituðum hefur borist vitneskja um það að byggt hafi verið hús, nú nýlega, við sumarhús þitt í Þernuvík.

Ekkert leyfi hefur verið veitt til fyrir nýbyggingum í Þernuvík og þess vegna er þessi bygging í fullkomnu óleyfi og er skýlaust brot á Skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Í samræmi við 56. gr. téðra laga, er þess hér með krafist að framkvæmdum við þessa nýbyggingu verði hætt strax og hin ólöglega bygging verði fjarlægð án tafar og allt jarðrask afmáð.

Sé ekki orðið við þessari kröfu skal bent á að sveitarsjóður hefur heimild til að láta fjarlægja þetta ólöglega mannvirki á kostnað viðkomandi byggingaraðila.

Þetta tilkynnist hér með.

Virðingarfyllst,
f.h. Bygginganefndar Súðavíkurhrepps

[Sign.]
Árni Traustason byggingarfulltrúi

Ég neita því ekki að ég var meira en lítið hissa við lesturinn, en ætlaði samt eiginlega að láta þetta kyrrt liggja, enda getur maður ekki verið að eyða tíma í hvaða bull og þvælu sem er. En þegar BB kom svo með „frétt“ um þetta litlu síðar og úr varð blaðamál, finn ég mig knúinn til að verja mig.

Og svar mitt er þetta: Ég hef ekki reist neina byggingu við sumarhús mitt í Þernuvík „nú nýlega“. Hins vegar festi ég kaup á gestahúsi og fékk lánaðan heyvagninn frá Látrum í Mjóafirði til að koma því á áfangastað.

Furðulegast er, að þegar mér barst í hendur áðurnefnt bréf úr Súðavík, var umrætt gestahús enn á hlaðinu á Látrum. Ég hafði ekki ætlað mér að setja það upp fyrr en eftir að hafa fengið til þess nauðsynleg leyfi.

Skrifið í BB 6. október var svona:

Byggir hús í leyfisleysi í Þernuvík

Byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps hefur fyrirskipað húsbyggjanda í Þernuvík að stöðva nú þegar byggingaframkvæmdir í víkinni, en svo virðist sem ráðist hafi verið í framkvæmdirnar án leyfis. Beðið er svars frá húsbyggjanda. Þá krafðist byggingarfulltrúi þess einnig að vegavinnuskúr sem staðið hefur á lóðinni frá því framkvæmdirnar hófust verði tafarlaust fjarlægður. Lóðarhafi kom þá og sagðist vera búinn að kaupa skúrinn og hygðist klæða hann samskonar klæðningu og sumarhúsið og flytja hann til á lóðinni og nýta hann sem geymslu og leikaðstöðu fyrir börn. Byggingarfulltrúi leyfði þá að skúrinn fengi að standa, en benti á að leggja þyrfti fram teikningar af honum endurbættum á nýjum stað á lóðinni.

eirikur@bb.is


Þetta bætti nú gráu ofan á svart.

Þessu er til að svara, að vegavinnuskúrinn er mér reyndar algjörlega óviðkomandi, og því mistök af grófustu sort að bendla mig við hann eða öfugt, að ég tali ekki um að gera mér upp orð og hugsanir.

Svona vinnubrögð – að hlaupa til eftir einhverjum sögusögnum og reisa bálkesti, án þess að rannsaka sakargiftir ofan í kjölinn – tíðkuðust fyrr á öldum, og er galdrafárið, sem einmitt varð hvað brjálaðast á Vestfjörðum, skírasta dæmið og vitnið um það. En í byrjun 21. aldar, í upplýstu nútímaþjóðfélagi, á tækni- og þekkingaröld, gengur svona auðvitað ekki. Og allra síst í opinberri stjórnsýslu.

Að lokum má benda háttvirtum fulltrúa, sem og blaðamanni, á það, að jörðin Þernuvík er skráð lögbýli. Í Skipulags- og byggingarlögum frá 73/1997 segir hvergi, að farmur megi ekki standa á heyvagni á eignalóð.

Með öðrum orðum vil ég hér með allranáðarsamlegast afþakka kastljós dómaranna. Ég var aldrei með.

Guðmundur Jakobsson

eirikur@bb.isbb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli