Frétt

Einar Gunnarsson | 17.10.2006 | 13:43Menntun skapar hagvöxt til framtíðar

Einar Gunnarsson.
Einar Gunnarsson.
Mikil fjölgun nemenda á efri stigum skólakerfisins hefur átt sér stað undnfarin ár. Það eru gleðitíðindi að fólk vilji sækja sér frekari menntun og í mörgum starfsgreinum er nauðsynlegt að mennta starfsfólk vegna nýrra áherslna í síbreytilegum heimi. Allt þetta nám kallar á nýja hugsun í menntamálum og sú hugsun þarf að vera hröð en jafnframt metnaðarfull. Mikið hefur áunnist með auknu framboði á menntun á Háskólastiginu og núna þarf að beina athyglinni að neðri skólastigunum og styrkja þær stoðir, menntun landsins til heilla.

Mikilvægi menntunar mun aukast í framtíðinni með síauknum kröfum og nýsköpun í atvinnulífinu. Fólk þarf að hafa greiðan aðgang að námi hvort sem um er að ræða nám á grunnstigi eða á efri stigum. Landsbyggðin má ekki verða undir í uppbyggingu menntakerfisins og nauðsynlegt er að menntun verði öllum fær óháð aldri og búsetu. Með uppbyggingu menntakerfisins úti á landi stuðlum við að því, til langs tíma, að til verði fleiri störf á landsbyggðinni sem krefjast menntunar og á þann hátt verður fjölbreyttari atvinnustarfsemi á fleiri stöðum. Einhæfni í atvinnumálum er ekki góður kostur fyrir ungt fólk sem horfir spennandi augum á fjölbreytileika framtíðarinnar.

Háskólasetur hafa verið sett á laggirnar úti á landsbyggðinni sem auka á fjölbreytni í atvinnulífinu. Háskólasetrin eru mikill vaxtarbroddur fyrir landsbyggðina og möguleikarnir eru óþrjótandi í uppbyggingu og eflingu þeirra. Tryggja þarf fjármagn til rekstrar og uppbyggingar Háskólasetrana í því skyni að njóta ávaxtanna þegar litið er til langs tíma. Mikilvægt er að halda áfram að huga að uppbyggingu Háskóla á Ísafirði, í tengslum við Háskólasetur staðarins, en slík stofnun myndi stórefla samfélagið á vestfjörðum til lengri tíma litið.

Öflugusta leiðin til að auka gæði menntunar á efri skólastigum er að efla grunnnám landsins. Þó grunnskólarnir séu á könnu sveitarfélagana er það ríkisvaldið sem fer með málefni þeirra og ég sakna stundum umræðu um grunn- og leikskóla í landsmálastjórnmálum. Samkvæmt íslensku menntakerfi er fyrsta skólastigið leikskóli. Menntamálaráðuneytið leggur fram námskrá sem leikskólum er ætlað að vinna eftir og sífellt er hugað að meiri samfellu milli leikskólastigins og grunnskólastigsins. Á leikskólastiginu hefur fagvinna aukist og vaxið ört á síðustu árum og nú er leikskólinn mikilvægur undirbúningur fyrir nemendur áður en þeir hefja sitt skyldunám. Mikill meirihluti barna sækja leikskóla, sem betur fer, en þó er til í myndinni að börn sleppi þessu skólastigi. Því er þörf á að gera leikskólastigið að skyldu með aðkomu ríkisvaldsins. Samfylkingin vill hefja þessa vinnu til að létta á fólki sem þarf virkilega á því að halda þ.e. barnafólki. Niðufelling leikskólagjalda myndi skipta sköpum fyrir ungt fólk sem í mörgum tilfellum eru að koma sér þaki yfir höfuðið og hefja fjölskyldulíf á sama tíma og það greiðir hæstu skólagjöld sem finnast í hinu opinbera menntakerfi. Að auki hafa skólagjöldin skapað ójafna keppni á milli sveitarfélaga um að reyna að fella niður leikskólagjöld. Eins og allir vita eru skilyrði sveitarfélaganna misjöfn og ég tel afar óheppilegt að sveitarfélögin séu að keppa á slíkum vettvangi.

Landbyggðin má ekki verða undir í eflingu menntunar á Íslandi. Menntun skapar hagvöxt til framtíðar og því þarf að vanda til verks þannig að allir fái að njóta framtíðarinnar. Veitum menntun athygli og aukum þar með fjölbreytni atvinnulífsins, treystum á hugvitið því það er afl sem virkilega á að virkja.

Einar Gunnarsson. Höfundur stefnir á 3.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli