Frétt

bb.is | 14.02.2002 | 10:42Björgunarfélag Ísafjarðar gerir þjónustusamning við Ísafjarðarbæ

Liðsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar að störfum
Liðsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar að störfum
Björgunarfélag Ísafjarðar hyggst semja við Ísafjarðarbæ um margþætta þjónustu fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, s.s. björgunaraðgerðir, fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbragðsvaktir. Hefur félagið lagt fram drög að þjónustusamningi og þar kemur fram að sem greiðslu fyrir umsamda þjónustu veitir Ísafjarðarbær félaginu styrk sem nemur fasteignagjöldum af húseigninni Sindragötu 6 á Ísafirði auk þess sem gerðar verða upp eldri skuldir vegna fasteignagjalda.
Í þjónustusamningnum kemur fram að Björgunarfélag Ísafjarðar, mannafli þess og tækjabúnaður, verður alltaf til taks við allar björgunaraðgerðir og vinnur með almannavörnum í sveitarfélaginu. Mun félagið aðstoða lögreglu og starfsmenn sveitarfélagsins við að hindra tjón eða koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af vá er skapast hefur og koma samborgurum sínum til aðstoðar við að bjarga verðmætum sem í hættu eru.

Til viðbótar því að Björgunarfélag Ísafjarðar er á bakvakt allan sólarhringinn árið um kring, tekur félagið að sér vakt með snjóbíl á Slökkvistöð Ísafjarðar vegna ófærðar og óveðurs. Þá er það tilbúið til að sjá um sjúkragæslu á skíðasvæði um páska og þegar stærri skíðamót eru haldin. Vegna sjúkragæslunnar útvegar félagið snjóbíl, snjósleða, sjúkragögn og fjóra menn á vakt hverju sinni. Félagið tekur einnig þátt í útiskemmtunum sé þess talin þörf að mati lögreglu.

Önnur verkefni sem Björgunarfélagið tekur að sér fyrir sveitarfélagið eða í þágu íbúa þess er t.d. aðstoð við uppsetningu jólaskreytinga á Ísafirði, þátttaka í framkvæmd hátíðarhalda á sjómannadaginn og á þrettándanum, flugeldasýning um áramót og þátttaka í ýmiss konar kynningum er viðkoma forvarnastarfi í slysavörnum.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að þjónustusamningurinn við Björgunarfélag Ísafjarðar verði samþykktur.

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli