Frétt

mbl.is | 17.10.2006 | 10:05Hefði viljað að varnarsamningur fæli í sér meiri skuldbindingu Bandaríkjamanna

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segist hafa viljað sjá frekari skuldbindingu Bandaríkjamanna, t.d. hvað varðar viðveru herliðs og hreinsun svæða í nýjum samningi milli þjóðanna þá telur hún að samningsmarkmið Íslendinga hafi náðst og meginskylda stjórnvalda gagnvart þjóð sinni sé uppfyllt, þ.e. að vernda land og þjóð gegn utanaðkomandi vá. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu ráðherrans.„En þótt friðsælt sé á Norður-Atlantshafi nú um stundir er fyrirfram ekki hægt að útiloka að breytingar verði þar á. Þótt okkur finnist við örugg og úr alfaraleið þurfum við, rétt eins og aðrar þjóðir, að standa vel á verði gagnvart alþjóðlegum hryðjuverkahópum, sem engu eira og ekkert er heilagt.

Fyrir skömmu komu til dæmis bresk og bandarísk yfirvöld í veg fyrir meiriháttar tilraunir til hryðjuverka sem beindust gegn farþegaþotum sem fljúga áttu yfir Atlantshafið. Þá liggur fyrir að flug- og skipaumferð um Norður-Atlantshaf mun aukast til mikilla muna á næstu árum, meðal annars vegna olíu- og gasvinnslu og flutninga. Varnir gegn hefðbundnum ógnum þurfa einnig að vera til staðar eins og varnarviðbúnaður nágrannaríkja okkar ber vitni um. Við þurfum því að miða öryggi og varnir Íslands við þær ógnir sem að okkur kunna að steðja og stöðu okkar í samfélagi þjóðanna," samkvæmt pistli Valgerðar.

Segir hún að sem Evrópuþjóð hljótum við jafnframt að fylgjast grannt með þróun öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins, sem þróast hefur hratt undanfarin ár.

„Þannig var samevrópsk öryggismálastefna samþykkt fyrir hartnær þremur árum og stjórnmála- og öryggismálanefnd, sem og hermálanefnd og hermálastarfslið, eru nú starfandi innan sambandsins. Hernaðarbolmagn er að aukast og sett hefur verið saman 60 þúsund manna viðbragðslið. Evrópsk varnarmálastofnun var sett á fót árið 2004 og er ætlað að stuðla að samhæfingu og samvinnu á hernaðarsviðinu. Þá var samstöðuákvæði aðildarríkja ESB samþykkt eftir hryðjuverkaárásirnar í Madrid árið 2004 sem gerir ráð fyrir að aðildarríkin bregðist sameiginlega við ef eitt þeirra verði fyrir hryðjuverkaárás. Þó öryggis- og varnarmálastefna ESB sé ennþá ófullburða er hún í örri þróun og til lengri tíma litið skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála.

Önnur hlið á Evrópusamstarfinu snýr að Schengen, samstarfi sem við höfum notið góðs af og munum styrkja enn frekar. Þá hljótum við að líta til okkar næstu nágranna, líkt og Noregs, Danmerkur, Færeyja, Bretlands og Kanada, um samstarf á sviði leitar- og björgunarmála.

Síðast en ekki síst hljótum við að líta okkur nær og taka aukna ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Samingaferli það sem nú hefur verið leitt farsællega til lykta, en var okkur ekki auðvelt, þarf að verða okkur áminning um nauðsyn þess að standa vel á verði um öryggishagsmuni okkar og við þurfum að efla okkar eigin viðbúnað og þekkingu þannig að við getum brugðist við þeim öru breytingum, sem eru að verða á umhverfi okkar í öryggis- og varnarmálum. Í því ljósi ber að líta á ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stórefla Landhelgisgæslu Íslands og lögreglu, að setja á fót miðstöð um öryggismál innanlands og endurskoða lög um almannavarnir. Í því ljósi ber einnig að líta fyrirhugaðan samstarfsvettvang fulltrúa stjórnmálaflokkanna til að fjalla um öryggis- og varnarmál."

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli