Frétt

Stakkur 7. tbl. 2002 | 13.02.2002 | 16:59Færist nú fjör í leikinn!

Fyrir tveimur vikum var ályktað á þessum vettvangi að gróskusamt verði er kemur að framboðsmálum í Ísafjarðarbæ. Þá var spáð hvorki fleiri né færri en sex framboðslistum. Það virðist ætla að ganga eftir. Frjálslyndir hafa gefið út að þeir bjóði fram með Magnús Reyni Guðmundsson í efsta sæti. Vinstri grænir ætla að bjóða fram einnig og forystukona þeirra, Lilja Rafney Magnúsdóttir, kannast ekki við yfirlýsingu Halldórs Hermannssonar um að Vg verði í einni sæng með Frjálslyndum. Það gæti hins vegar orðið skondið og haft þann kost að fækka framboðum um eitt. Halldór Jónssson fer fyrir óháðum. Að óbreyttu býður Samfylkingin fram ein og sér og væntanlega í einu lagi, þótt óvitað sé hver áhrif vinstri grænna verði.

Þá eru eftir Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem bjóða fram með venjubundnum hætti, ef marka má yfirlýsingar forystumanna þeirra. Hversu mikil áhrif það kann að hafa á framboð framsóknar- og sjálfstæðismanna, ríkisstjórnar- og um leið meirihlutaflokkana í Ísafjarðarbæ, að Magnús reynir nú með frjálslyndum og Halldór Jónsson, sem oft hefur verið í liði sjálfstæðismanna, er nú að hverfa á nýjan vettvang, er ekki vitað. Við aðstæður eins og nú ríkja í Ísafjarðarbæ, og reyndar á Vestfjörðum öllum, þar sem íbúum og kjósendum fækkar hægt og bítandi liggur ljóst fyrir að æ færri atkvæði verða til skiptanna. Um leið verður ástand okkar sem eftir sitjum alvarlegra þó ekki væri fyrir annað en að minna heyrist í kórnum eftir því sem röddunum fækkar og þær syngja ekki í samhljómi.

Það er óneitanlega skondið að hugsa til þess að Magnús Reynir sé nú að reyna einn flokkinn enn. Hann hefur lengst af verið í Framsóknarflokknum, en einnig reynt aðra flokka, krata og íhald. Þó má hugsa sér miðað við úrslit alþingiskosninga fyrir þremur árum að Frjálsyndir eigi möguleika á einum fulltrúa í bæjarstjórn. Fari svo að Vinstri grænir nái samsvarandi fylgi og Alþýðubandalagið hafði áður ná þeir einnig einum. Framsókn fær alltaf einn að sögn Sigga Sveins frá Góustöðum. Ætla verður að óháðir og Halldór geri sér vonir um einn. Þá eru fimm bæjarfulltrúar eftir sem skiptast milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ætla verður að hinn síðarnefndi fái að minnsta kosti þrjá fulltrúa og eru þá tveir eftir í hlut fyrrnefnda framboðsins. Allt getur þó riðlast.

Þessi skipting, einn fulltrúi til hvers hinna fjögurra nýju framboða og þrír til annars og tveir til hins af þeim sem buðu fram síðast, sýnir að meirihluti í bæjarstjórn verður ekki myndaður með góðu móti nema með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, sem yrði fréttnæm nýlunda. Ella þarf að minnsta kosti þrjá lista til og jafnvel fjóra svo einfaldur meirihluti náist í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Minnihluti yrði þá skipaður tveimur til fjórum framboðslistum aftir atvikum, hugsanlega öllum nýju framboðunum. Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að stilla saman strengina er það nú. ,,Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér? sagði Jón Sigurðsson forseti. Það á enn við á Vestfjörðum.


bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli