Frétt

mbl.is | 13.10.2006 | 14:41Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri í fyrstu skipað með bráðabirgðalögum, var varnarsamningurinn að sjálfsögðu lagður fyrir Alþingi til umræðu og endanlegrar samþykktar. „Þjóðarhreyfingin telur einsýnt að sama hátt hefði átt að hafa á við meiriháttar breytingu á samningnum, eins og nú hefur verið undirrituð í Washington af ráðherrum í ríkisstjórninni án umboðs frá Alþingi. Forystumenn stjórnarflokkanna endurtaka hér sömu vinnubrögðin og þeir viðhöfðu þegar nafn Íslands var dregið inn í stríðsrekstur í Írak með því að skipa Íslandi á lista hinna vígfúsu þjóða gegn vilja allt að 85% þjóðarinnar, án þess samráðs við Utanríkismálanefnd Alþingis sem þingsköp mæla fyrir um, án nokkurs umboðs frá þinginu og að þjóðinni gersamlega forspurðri.

Þjóðarhreyfingin mótmælir þeirri leynd sem hvílir yfir stórum hluta samningsins, sem gerir varnir Íslands og öryggismál að einkamáli tveggja eða þriggja ráðherra og embættismanna bandarískra hernaðar- og lögregluyfirvalda.

Þjóðarhreyfingin mótmælir því einnig að í milliríkjasamningi af þessu tagi sé að finna skuldbindingar um að Alþingi komi á með lögum leynilegum stofnunum, sem frá upphafi er ætlað að starfa náið með bandarískum stofnunum að greiningu mála eins og ,,landráðastarfsemi” og ,,starfsemi sem beinist gegn stjórnskipulagi ríkisins”. Þetta býður heim pólitískum ofsóknum af því tagi sem viðgengust á tímum kalda stríðsins. Þjóðarhreyfingin telur að Alþingi beri að meta þörfina á starfsemi slíkra stofnana út frá hagsmunum Íslands sem fullvalda ríkis einvörðungu og telur að samstarfi við sambærilegar stofnanir erlendis beri að skipa eftir eðli máls hverju sinni, án sérstakra lagafyrirmæla fyrirfram um náið samstarf við bandaríska sendiráðið og bandarískar leyniþjónustur eða hernaðaryfirvöld.

Þjóðarhreyfingin telur að með samningi þessum hafi verið stigið stórt óheillaskref til framsals íslensks valds í hendur stofnana þess stórveldis sem um þessar mundir er talið helsti ófriðarvaldur í heiminum samkvæmt nýlegum könnunum virtra bandarískra stofnana á viðhorfum til Bandaríkjanna meðal almennings um allan heim, og varar sérstaklega við því að tengja íslensku Landhelgisgæsluna hernaðarvél Bandaríkjanna.

Þjóðarhreyfingin telur öryggi íslenskrar þjóðar best borgið með vinsamlegum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna sem jafnrétthárra ríkja. Það er besta vörn Íslands í ,,stríðinu gegn hryðjuverkum”.

Þjóðarhreyfingin tekur því undir þá skoðun tveggja fyrrverandi utanríkisráðherra, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar, að við þessi tímamót hefði átt að nýta uppsagnarákvæði varnarsamningsins við Bandaríkin og treysta á þá vernd sem aðild að NATO veitir með því að árás á hvert eitt aðildarríkja þess telst árás á þau öll.

Þjóðarhreyfingin skorar því á núverandi stjórnarandstöðuflokka að lýsa því yfir nú þegar, að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp með það fyrir augum að sambúð Íslands og Bandaríkjanna komist í eðlilegt horf svo sem hæfir sambandi tveggja sjálfstæðra og fullvalda ríkja," samkvæmt tilkynningu frá Þjóðarhreyfingunni.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli