Frétt

mbl.is | 12.10.2006 | 15:59Fjármálaráðherra víkur ekki sæti

Fjármálaráðherra og starfsmenn í ráðuneytinu munu ekki víkja sæti en Öryrkjabandalagið hefur krafist þess að fjármálaráðherra, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og aðrir starfsmenn ráðuneytisins, víki sæti við meðferð máls er lýtur að staðfestingu samþykkta Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda frá því fyrr á þessu ári Í tilkynningu ÖBÍ er vísað til þess að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sé formaður stjórnar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og því vanhæfur við meðferð málsins hjá ráðuneytinu.

„Vegna umræddrar kröfu Öryrkjabandalagsins vill fjármálaráðuneytið taka eftirfarandi fram. Fyrir liggur að starfsmenn ráðuneytisins hafa fyrir hönd ráðherra staðfest breytingar á samþykktum nokkurra lífeyrissjóða, m.a. Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, en breytingarnar lúta m.a. að ákvæðum um örorkulífeyrisgreiðslur. Um staðfestingar á breytingum samþykkta er fjallað í 28. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þar kemur fram að allar breytingar á samþykktum lífeyrissjóðs skuli tilkynna fjármálaráðherra og að þær öðlist ekki gildi fyrr en ráðherra hefur staðfest að þær fullnægi ákvæðum laganna og ákvæðum gildandi samþykkta fyrir viðkomandi lífeyrissjóð, að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins.

Staðfesting ráðuneytisins á breytingum samþykkta fer því eftir lögákveðnu ferli þar sem annað stjórnvald leggur efnislegt mat á breytingarnar hverju sinni.

Samkvæmt framansögðu er ljóst að svigrúm fyrir ómálaefnaleg sjónarmið við afgreiðslu mála er lúta að staðfestingum á breytingum á samþykktum lífeyrissjóða er ekki til staðar. Sú staða að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sé jafnframt stjórnarformaður þess lífeyrissjóðs sem biður um staðfestingu fjármálaráðuneytisins á breytingum á samþykktum sjóðsins getur því ekki að neinu leyti haft áhrif á þau sjónarmið er að baki slíkri staðfestingu liggja.

Þá vill ráðuneytið benda á að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins ritaði ekki undir staðfestingu á breytingu á samþykktum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Aðrir starfsmenn ráðuneytisins gerðu það fyrir hönd ráðherra. Hið staðlaða orðalag ,,fyrir hönd ráðherra” merkir að þeir sem skrifa undir viðkomandi bréf gera það í umboði ráðherra. Þar sem 3. málsl. 5. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga kveður skýrt á um að verði undirmaður vanhæfur til meðferðar máls leiði það ekki til þess að næstu yfirmenn hans verði vanhæfir til meðferðar þess. Þar sem ráðherra er ekki vanhæfur til meðferðar þess máls er hér um ræðir geta undirmenn hans því eðli máls samkvæmt ekki verið vanhæfir til að afgreiða það fyrir hönd ráðherra.

Burtséð frá ofangreindu, verður ekki séð að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í umræddu máli að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins eigi sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í skilningi 5. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Ráðuneytisstjóri er skipaður af fjármálaráðherra sem stjórnarformaður sjóðsins á grundvelli laga nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda.

Hlutverk stjórnarmanna er lögákveðið samanber ákvæði 4. gr. fyrrgreindra laga og ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Með vísan til framangreindra raka hefur fjármálaráðherra hafnað kröfu Öryrkjabandalagsins um að fjármálaráðherra, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og aðrir starfsmenn ráðuneytisins víki sæti við meðferð máls er lýtur að staðfestingu á breytingum á samþykktum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda," að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli