Frétt

bb.is | 13.10.2006 | 07:16Einar Kristinn kemur uppbyggingu reiðhalla til varnar

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Bolvíkingurinn og sjávarútvegsráðherrann Einar K. Guðfinnsson kemur uppbyggingu hestamennskunnar til varnar í nýlegum pistli á heimasíðu sinni. Eins og kunnugt er ákvað nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði í mars síðastliðnum til að úthluta styrkjum til byggingar reiðhúsa að veita heildarúthlutun upp á 330 milljónir, og fékk hestamannafélagið Stormur á Þingeyri m.a. 12 milljónir króna til byggingar reiðskemmu í Dýrafirði, og var það reyndar eina félagið á Vestfjörðum til að hljóta styrk. Við umræður um fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag gagnrýndi Jón Gunnarsson, 10. þingmaður suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna, þessa úthlutun og sagði forgangsröðun ríkisstjórnarinnar undarlega. Svo mun Össur Skarphéðinsson hafa hnykkt á þessum punkti á fundi SÁÁ á dögunum, þar sem þeir Einar voru báðir meðal ræðumanna.

Í pistli sínum segir Einar boðskap Samfylkingarinnar einfaldan, að hætta eigi stuðningi hins opinbera við reiðhallir og aðra aðstöðusköpun fyrir hestamenn svo auka megi fjármuni til annarra og þarfari málaflokka. „ Þetta er lýðskrum af verstu gerð, þjakað af fordómum sem yfirleitt fylgja vanþekkingunni. Málflutningur þeirra lýsir ótrúlegri þröngsýni og er í raun yfirlýsing um mjög neikvæða afstöðu þeirra til merkilegs æskulýðs- og íþróttastarfs, sem í gegn um tíðina hefur notið lítillar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins“, segir m.a. í pistlinum. Rekur þá Einar mikilvægi hestamennskunnar fyrir þjóðina, segir hana styrkja bönd þéttbýlis og strjálbýlis og auki þar með á gagnkvæman skilning fólks. Telur hann að um 25-30 þúsund manns stundi hestamennsku á landinu, og segir hana þriðju fjölmennustu íþróttagreinina á eftir knattspyrnu og golfi. „Engum dytti í hug að þessar íþróttagreinar, knattspyrnu og golf, væri hægt að stunda nema til þess kæmi fjárhagslegur styrkur frá opinberum aðilum. Það er því gjörsamlega óskiljanlegt að tveir áhrifamiklir stjórnmálamenn skulu leggja sérstaka lykkju á leið sína til þess að varpa hnútum að uppbyggingu fyrir hestamenn og hestamennsku.“

Að lokum bendir Einar á að Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingar í norðvesturkjördæmi, hafi lagt sig fram um að kalla eftir auknu fé til byggingar á reiðhöll, og segir kveðjur flokksfélaga hennar vera kaldar. „Það er eins og Samfylkingarforystan ástundi einelti á flokksfélögum í Skagafirði þessa dagana.“

Í ræðu þeirri sem Jón Gunnarsson flutti á Alþingi á þriðjudag, og Einar gagnrýnir í grein sinni, biður Jón menn að velta fyrir sér samhenginu og bendir m.a. á fjárskort hjá Barna og unglingageðdeild Landspítalans og SÁÁ. „330 millj. kr. framlag mundi duga til þess að hafa 24 tíma opnun á skurðstofu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að gera í átta eða níu ár og þá þyrfti ekki að keyra fárveikt fólk með sjúkrabíl upp á líf og dauða til Reykjavíkur. Hvað er að slíkri ríkisstjórn sem raðar svona, forgangsraðar svona í eins miklu góðæri og við vorum að horfa á hér með 40,4 milljarða í auknar tekjur? 330 milljónir þannig að hægt sé að temja íslenska hestinn innan dyra á sama tíma og það eru upp í fimm aldraðir í sama herbergi á hjúkrunarheimilum landsins.“

Pistil Einars til varnar hestamennskunni má lesa á heimasíðu hans.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli