Frétt

bb.is | 12.10.2006 | 14:46Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga til Ísafjarðar og fleiri staða

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Á fundi í samgönguráðuneytinu í gær með fulltrúum skipafélaga, Samtaka verslunar og þjónustu og Vegagerðarinnar þar sem rætt var um þróun í landflutningum og strandsiglingum upplýsti Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, að fyrirtækið væri að kanna möguleika á því að hefja strandsiglingar út frá Reykjavík, meðal annars til Ísafjarðar. Þegar hefur verið gengið frá helstu atriðum við samstarfsaðila á Akureyri, um strandsiglingar þangað, og nú er verið að kanna fleiri viðkomustaði. Hann sagði hugmyndina að sigla vikulega og ekki væri ætlunin í bili að siglingarnar myndu ná umhverfis landið. Forsendur þess að unnt sé að fara af stað sagði hann vera að ná samningum um flutninga á 2.600 gámum á ári. Flutningaskipið Geysir, sem nú er Ameríkusiglingum, lýkur verkefnum sínum í janúar á næsta ári og sagði Gunnar mögulegt að hefja strandsiglingarnar upp úr því ef allt gengi upp.

Á fundinum var rætt vítt og breitt um flutningaleiðir og ítrekuðu fulltrúar Eimskips og Samskips orð sín frá fyrri fundi að erfitt gæti reynst að fá viðskiptavini til að nýta sér strandsiglingar á ný. Krafa markaðarins væri sífellt meiri tíðni og nú væri unnt að dreifa vörum til allra helstu þéttbýlisstaða landsins um landflutninganet fyrirtækjanna fimm daga vikunnar. Þeir sem láti flytja dagvöru óski eftir daglegri þjónustu og því verði slík vara helst flutt á vegum. Ítrekuðu þeir líka að tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að taka upp strandsiglingar á ný ef forsendurnar breyttust.

Fram kom í máli fulltrúa Vegagerðarinnar að uppbygging þjóðvegakerfisins í dag yrði að miðast við 7,5 til 8,5 metra breiða vegi til að standast kröfur um öryggi og afköst og burðarþol væri miðað við 11,5 tonna öxulþunga. Eldri vegir landsins hefðu verið byggðir eftir öðrum stöðlum og væri smám saman verið að endurnýja þá og styrkja. Þá kom fram í máli talsmanna flutningafyrirtækjanna að brýnt væri að auka vetrarþjónustu á vegum, ekki síst á Austurlandi, á Norður- og Austurlandi þyrfti að ráðast í breikkun og styrkingu helstu vega, fjölga þyrfti klifurreinum til að greiða fyrir umferð og rýmka þyrfti hæðartakmörkin sem í dag eru 4,20 metrar.

eirikur@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli