Frétt

mbl.is | 11.10.2006 | 14:09Dæmdur til að greiða sekt vegna áfengisauglýsinga

Framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co ehf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til að greiða sex hundruð þúsund krónur í sekt fyrir að láta birta fimm auglýsingar á áfengum bjór á árinu 2005. Fjórar af auglýsingunum birtust í Fréttablaðinu og ein í Gestgjafanum. Í niðurstöðu dóms héraðsdóms kemur fram að samkvæmt áfengislögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar „Þær fimm auglýsingar sem ákært er fyrir í málinu birtust annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Gestgjafanum. Sýnist ekki um það deilt að um sé að ræða auglýsingar og hefur ákærði staðfest að fyrirtækið Rolf Johansen & Co ehf., sem hann er framkvæmdastjóri fyrir, hafi óskað eftir og greitt fyrir birtingu þeirra. Hafi auglýsingarnar verið samdar á vegum fyrirtækisins og varðað tilgreindar vörur þess. Kvaðst hann sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins því ábyrgur fyrir birtingu þeirra. Samkvæmt þessu telst ákærði höfundur þeirra auglýsinga sem ákæra tekur til í skilningi 15. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956 og ber hann því ábyrgð á umræddum birtingum þeirra.

Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu í dómi sínum frá 25. febrúar 1999 í málinu nr. 415/1998 að auglýsingar njóti verndar tjáningarfrelsisákvæðis 73. gr. stjórnarskrárinnar en að heimilt sé, með skírskotun til heilsuverndarsjónarmiða, á grundvelli 3. mgr. þeirrar greinar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, að setja tjáningarfrelsinu slíkar skorður með lögum sem gert hefur verið með ákvæði 20. gr. áfengislaga," að því er segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Þar kemur fram að framkvæmdastjórinn byggi sýknukröfu sína meðal annars á því að ákvæði 20. gr. áfengislaga fari í bága við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum með því að slíkt auglýsingabann leiði til þess að erlendir áfengisframleiðendur, þar á meðal framleiðendur áfengs bjórs, standi höllum fæti gagnvart innlendum framleiðendum í samkeppni á íslenskum markaði.

Er af hálfu ákærða meðal annars vísað til dóma Evrópudómstólsins svo og dóma EFTA-dómstólsins þar sem leitað var álits hans varðandi túlkun reglna EES-samningsins um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti. Af dómaframkvæmd þessara dómstóla verður ráðin sú meginniðurstaða að reglur um frjálst flæði vöru og þjónustu standi ekki í vegi slíks auglýsingabanns nema að unnt sé að ná fram heilsuverndarmarkmiðum bannsins með aðferðum sem hafi minni áhrif á markaðsfrelsið. Lögð hafa verið fyrir dóminn ýmis gögn um niðurstöður rannsókna varðandi áhrif slíks auglýsingabanns á neytendur. Einnig liggur fyrir í málinu aðgerðaráætlun Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í áfengismálum 2000-2005 þar sem fram kemur að ríka nauðsyn beri til að grípa til aðgerða til að draga úr skaðsemi áfengis. Þá liggur og fyrir heilbrigðisáætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins fram til ársins 2010, sem samþykkt var á Alþingi 20. maí 2001, en eitt af forgangsverkefnum hennar er áfengis-, vímuefna- og tóbaksvarnir. Kemur þar fram að eitt aðalmarkið þess verkefnis sé að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungs fólks og til að því markmiði verði náð þurfi meðal annars að fylgja eftir banni á áfengis- og tóbaksauglýsingum. Af lestri þessara gagna verður ekki annað ráðið en að vilji löggjafans og stefna í heilbrigðismálum á alþjóðavísu sé enn sú að vinna gegn misnotkun áfengis og að hvatning til fólks til áfengisdrykkju, einkum ungs fólks, með áfengisauglýsingum, vinni gegn þeim markmiðum. Þykir ekki hafa verið í ljós leitt í máli þessu að unnt sé með öðrum aðferðum að ná fram sömu heilsuverndarmarkmiðum og liggja að baki ákvæði 20. gr. áfengislaga sem þá hefðu minni áhrif á markaðsfrelsið. Verður því ekki fallist á þessi rök fyrir sýknukröfu ákærða.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli