Frétt

| 21.06.2000 | 18:29Hátíð og hamfarir

Þjóðhátíð var haldin samkvæmt venju um land allt nýliðinn 17. júní. Í Ísafjarðarbæ var hún að þessu sinni haldin af Hrafnseyrarnefnd og Ísafjarðarbæ í sameiningu á Hrafnseyri, fæðingastað Jóns Sigurðssonar, þegar liðin voru nákvæmlega 189 ár frá fæðingu þjóðhetjunnar. Var það vel við hæfi. Hátíðin markaði tímamót á margan hátt. Menningarnefnd annaðist þátt bæjarstjórnar í umboði hennar.

Mikið var haft við og Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sótti hátíðina ásamt heitkonu sinni Dorrit Moussaieff. Skipulögð hafði verið prýðileg dagskrá og reyndar gert ráð fyrir því, að veður yrði gott, sólskin og blíða. En við búum á Íslandi með öllum þess kostum og göllum, eins og síðar verður vikið að. Þjóðhátíðardagurinn rann upp með rigningu og nokkrum vindi. Gripið var til þess ráðs að færa hátíðarhöldin inn í stórt tjald, sem reist hafði verið á túninu neðan bæjar á Hrafnseyri. Tókust hátíðahöldin vel við þær aðstæður. Það markaði tímamót að forseti lýðveldisins heimsótti Hrafnseyri á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það var ánægjulegt að heitkona hans var með honum í för á heimaslóðir hans. Virðing forseta Íslands og Vestfirðinga hverra í annars garð er gagnkvæm.

Þjóðhátíðardagurinn verður þeim fjölmörgu, sem sóttu Hrafnseyrarhátíð, minnisstæður. Hátíðahöld annars staðar í Ísafjarðarbæ voru í lágmarki. Sameiginleg hátíð sem þessi færir íbúana nær hverjum öðrum og eykur samkennd. Fyllsta ástæða er til þess að halda 17. júní hátíðlegan með þessum hætti oftar, jafnvel á fimm ára fresti eða svo. Þakkir eru færðar Hrafnseyrarnefnd, menningarnefnd Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórn.

En þjóðhátíðardagurinn 2000 verður Íslendingum lengi í minni. Jarðskjálfti að styrkleika 6,5 á Richter reið yfir Suðurland með miklum skemmdum á húsum og innbúi fólks. Vestfirðingar þekkja vel ógnina af snjónum. En náttúran sýnir manninum hörku á fleiri sviðum. Jarðskjálftar fylgja bæði norður- og suðurhluta Íslands. Eldgos gera það sömu leiðis. Sjávarflóð, aurskriður og margt fleira eru þættir sem tengjast búsetu í okkar ágæta landi. Aldrei verður of oft kveðið, að menn verða að læra að lifa með landinu og náttúrunni. Árið 1995 glímdu Vestfirðingar við náttúruöflin með eftirminnilegum hætti. Nú er röðin því miður komin að Sunnlendingum, sem vafalaust gera sitt til að lágmarka tjón af jarðskjálftum. Hið skelfilegasta af öllu er þó hegðum mannskepnunnar, sem ætti að geta stjórnað sér. Glannakastur með slysum, eignatjóni og hræðilegu manntjóni er þyngra en tárum taki. Þörf er hugarfarsbreytingar. Hið sama gildir um einn mesta ógnvald nútímamannsins, tóbaksreykingar. Þeim fylgir skelfingin ein með líkamstjóni
og dauða. Í umferðinni og fyrir óþarfi nautn tóbaksins falla fleiri en í náttúruhamförum.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli