Frétt

Leiðari 25. tbl. 2000 | 21.06.2000 | 18:26Það verður aldrei nógsamlega þakkað

Á miðjum þjóðhátíðardegi var íslenska þjóðin með áhrifamiklum en um leið afdrifarríkum hætti minnt á að hún býr í landi þar sem náttúruhamfarir eru ekki árstíðabundnar; landi þar sem undir kraumar og yfir næðir. Landi þar sem ógnin getur dunið yfir á sólbjörtum sumardegi engu síður en á svartri vetrarnóttu. En hvort heldur dagurinn er bjartur þegar landið gengur í bylgjum undan kraftinum í iðrum jarðar eða nóttin svört þegar vetrarhríðin leggst með öllum sínum þunga yfir byggðir og ból erum við alltaf jafn berskjölduð og vanmáttug gegn þeim ógnarkrafti sem náttúran hefur yfir að ráða og engin takmörk virðast á.

Hvarvetna eiga þjóðir heims yfir höfði sér að náttúröflin losni fyrirvaralaust úr læðingi og hinn ógnvænlegi hrammur þeirra skilji eftir sig slóð eyðileggingar og mannskaða. Svo tíðar eru fréttir um hvirfilbylji og eldgos, skriðuföll og flóð úti í hinum stóra heimi að okkur hættir til að taka ekki eftir þeim nema í andrá. Þegar nær er höggvið, þegar áföllin varða okkar fámennu íslensku þjóð, gegnir öðru máli. Á slíkum augnablikum fyllumst við þeirri samkennd sem alla jafnan takmarkast við fjölskylduna, nánustu ættingja og vini og við flíkum ekki daglega. Á slíkum stundum erum við ein stór fjölskylda.

Jarðskjálftinn á Suðurlandi snertir okkur öll. Ekki bara vegna fámennis okkar og vegna þess að öll eigum við ættingja og vini nánast hvar sem er á landinu, heldur fyrst og fremst vegna þess að það er sama hvar á okkar fagra en á stundum óblíða landi við búum: Við fáum ekki undan vikist. Hvarvetna geta höfuðskepnurnar barið að dyrum, hvarvetna leynast hætturnar. Þótt við í orði kveðnu viljum annað vera láta erum við hvergi hult.

Búandi við slíkar kringumstæður er mest um vert að við lærum að lifa í sátt við umhverfið, lærum að byggja á reynslu kynslóðanna og að við nýtum alla tækni og þekkingu sem við nú höfum yfir að ráða til að draga úr afleiðingum þeirra áfalla, sem við getum með nokkurri vissu búist við að dynji yfir, jafnvel þótt með áratuga eða alda millibili sé. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða ,,meðan (Hans) náð / lætur vort láð / lýði og byggðum halda.“

Þótt mikið tjón hafi orðið á mannvirkum og munum fólks í jarðskjálftanum á Suðurlandi skulum við umfram allt vera þakklát fyrir að manntjón varð ekki. Það verður aldrei nógsamlega þakkað.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli