Frétt

Stakkur 41. tbl. 2006 | 12.10.2006 | 08:42Að brjóta land og menn

Höldum okkur við sama heygarðshornið. Náttúrvernd hefur öðlast vinsældir og verður kosningamál að vori. Gott og vel. Margt hefur verið sagt af viti og sumt af óviti í þeim efnum. Sambúð manns við náttúruna er flókin og sýnist sitt hverjum. Sjálfskipaðir postular í þeim efnum eru til. Eins var getið fyrir viku. Hann huldi sig stakki hlutleysis og naut þess sem fréttamaður. Annar sem vildi héraði sínu vel og óskaði framfara, betri atvinnukosta og þess að halda fólki á Austurlandi hefur sennilega goldið þess í kjöri til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Famtíðin dæmir fortíðina og þegar nútíðin er orðin fortíð gilda aðrir dómar en nú um stundir. Kannski harðari og hugsanlega mýkri.

Ísland byggðist 874 segja hin opinberu sannindi. Síðan hefur ekki gengið á öðru en að menn brjóti undir sig landið, náttúruna, sér til þæginda. Nægir að minna að unnin voru náttúruspjöll á Þingvöllum fyrir árið 1000 er Öxará var veitt í Almannagjá þar sem nú fellur Öxarárfoss. Var það gert til að afla vatns á þingstaðnum. Enginn heyrist býsnast yfir því lengur. Þvert á móti hefur fossinn og áin hlotið sess í hugum Íslendinga og þykir sjálfsagt fyrirbæri, þótt náttúran eigi þar lítinn hlut að máli.

Hætt er við að Ingólfur Arnarson rataði lítt um hin ,,brotnu” holt upp af kvosinni. Hvað er það sem eftir er af Tjörninni í Reykjavík annað en manngert lítið vatn? Alþingi Íslendinga býr um sig að hluta þar sem áður var Tjörnin. Melarnir í Reykjavík hafa verið eyðilagðir með byggingum s.s. Hótel Sögu, Þjóðarbókhlöðunni, Neskirkju og Háskólanum svo fátt eitt sé talið. Eðli byggðar er að maðurinn brýtur land eða brýtur undir sig land og þegar nógu langt er um liðið þykir það sjálfsagt. Örfirisey er ekki lengur sannnefni heldur land í dag.

Virkjanir þjóna fólki, veita því birtu og yl auk þess að drífa áfram atvinnu og fá hjól samfélagsins til að snúast. Samt gengur svo langt nú að starfsmenn Landsvirkjunar, sem vinna störf sín faglega og af trúmennsku gjalda þess að vinna hjá þjóðþrifafyrirtæki, verða skotspænir ákafra andstæðinga Kárhnjúkavirkjunar. Þar við situr ekki. Fjölskyldur þessa fólks, makar og börn verða einnig fyrir ónæði af þeirra völdum. Enn lengra gengur þegar þeir sem unnið hafa að undirbúningi virkjunarinnar verða fyrir einelti af sama toga.

Hvar væru Íslendingar staddir ef ekki hefði verið virkjað við Elliðaár 1921 eða Ljósafoss 1937? Með hverju væru hús Reykvíkinga og nágranna kynnt nyti ekki Hitaveitu Reykjavíkur, nú Orkuveitunnar? Það væru þá væntanlega kol og olía sem héldu hitanum á þeim. Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar hafa stigið skrefinu of langt, reyndar mörgum í málflutningi sínum. Þeir ganga lengra en Landsvirkjun sem löglega brýtur undir sig land. Þeir brjóta undir sig fólk, brjóta það reyndar niður fyrir lögleg og fagleg störf. Það gengur ekki.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli