Frétt

Leiðari 41. tbl. 2006 | 12.10.2006 | 08:41Ekki er allt sem sýnist

Við gumum mikið af frelsi, einkum því sem snýr að einstaklingnum til orðs og athafna. Vissulega er svo fyrir að þakka að við njótum þessara sjálfsögðu mannréttinda í meira mæli en þegnar fjölmargra þjóða. Víða virðast þó brestir undir felldu yfirborðinu. Ummæli þjóðþekkts fólks í blaða- og sjónvarpsviðtölum undanfarið benda til að ekki sé allt sem sýnist. ,,Sem ritstjóri, útgefandi og blaðamaður sá ég hvernig óbein pólitísk íhlutun, íhlutun fjármagns og auglýsenda, hafði áhrif og stóð í veginum fyrir því að hægt væri að fjalla um hluti eins og á að gera í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, í viðtali við Blaðið á laugardaginn. Þegar fyrrum ritstjóri og prófessor við lagadeild háskóla tekur svo sterkt til orða er ástæða til að staldra við. Og Herdís lætur ekki þar við sitja. Aðspurð segir hún fólk víða hrætt við að segja skoðun sína af ýmsum ástæðum, því sé umbunað fyrir að gera það ekki en fylgja í þess stað straumnum til að þóknast valdhöfum og fyrir að fara ekki gegn ríkjandi viðhorfum.

Herdís Þorgeirsdóttir rær ekki einskipa í gagnrýninni. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræðum við Háskóla Íslands, segist hafa fengið ,,tölvupóst, einkabréf, símtöl og tiltal í kokteilboðum“ frá stjórnmálamönnum og ráðherrum fyrir rannsóknir sínar á Evrópusamruna og honum sagt að ef hann ekki hætti skyldi hann bara passa sig! Ómar Ragnarsson, sá umtalaðasti þessa dagana, segir konu sína hafa fengið skýr tilmæli um að stoppa bónda sinn í því sem hann er að gera.

Ummæli Herdísar, Baldurs og Ómars benda því miður til að hið margrómaða frelsi sé á sumum sviðum meira í orði en á borði, einkum þegar kemur að málum sem gætu verið viðkvæm fyrir ríkjandi valdhafa. Það er eitthvað meira en lítið að þegar fólk er beðið að liggja á skoðunum sínum og hreint út sagt skelfilegt til þess að hugsa að reynt sé að koma í veg fyrir að fólk tjái afstöðu sína til viðkvæmra mála í þjóðfélaginu. Bæjarins besta hefur enga burði til að kanna sannleiksgildi ummæla þremenninganna. Það hefur heldur enga ástæðu til að draga þau í efa.

Undanfarið hefur pólitísk umræða snúist um nauðsyn þess að hafa ,,allt upp á borðinu.“ Ekkert leynimakk. Umræða í þessa átt er ekkert ný af nálinni. Því miður verður það þó að segjast eins og er að eftirfylgni þessara fallegu orða hefur verið hverfandi lítil til þessa. ,,Rödd sakleysisins þarf að fá meiri hljómgrunn í samfélaginu. Samfélagið er spillt, fólk er uppgefið og markaðsþjóðfélagið er orðið öfgafullt, samkeppnin hörð, hraðinn mikil og neysluhyggjan er orðin stjórnlaus.“

Sannarlega þörf ábending Herdísar Þorgeirsdóttur til þjóðfélags þar sem æ minni tími er til að sinna framtíðinni: börnunum.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli